Vorið góða, grænt og hlýtt (Heinrich Heine, þýðing)
Vorið góða, grænt og hlýtt,
græðir fjör um dalinn,
allt er nú sem orðið nýtt,
ærnar, kýr og smalinn.

Kveður í runni, kvakar í mó
kvikur þrastasöngur;
eins mig fýsir alltaf þó:
aftur að fara í göngur.
Juniperus squamata
Ættkvísl   Juniperus
     
Nafn   squamata
     
Höfundur   Buch.-Ham. ex D. Don.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Himalajaeinir
     
Ætt   Sýprisætt (Cupressaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Sígrænn runni.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Karlblóm gulleit.
     
Blómgunartími  
     
Hæð   0,5-1 m (-1,5 m)
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Runni sem er yfirleitt jarðlægur, aðalstofninn stuttur og ± uppsveigður eða uppréttur. Börkur rauðbrúnn. Ungir sprotar grænir og greyptir, endar drúpandi.
     
Lýsing   Barr 3 í knippi, nállaga, standa þétt saman, laust aðlæg eða dálítið uppstæð, fín- og hvassydd, stinn, íhvolf að ofan og hvít með ógreinilagt miðrif, kúpt að neðan og græn, greypt frá grunni næstum að oddi, 4-5 mm löng. Gamlar, þurrar og brúnar nálar haldast heilt ár á greininni. Aldin oddvala, 6-8 mm löng, ná fullum þroska á öðru ári, rauðbrún, að lokum svört, úr 3-6 hreistrum. Fræ 1, egglaga.
     
Heimkynni   Afganistan til Formósu, vex í fjöllum.
     
Jarðvegur   Þurr-meðalþurr, vel framræstur, fremur magur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   5
     
Heimildir   1,7
     
Fjölgun   Sumargræðlingar, sáning, síðsumargræðlingar.
     
Notkun/nytjar   Í þyrpingar, í steinhæðir og víðar.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein planta keypt 2001, gróðursett í beð sama ár. Vetrarskýling 2001-2007. Þrífst vel, ekkert kal. Talinn meðalharðgerður. Þarf vetrarskýlingu að minnsta kosti fyrstu árin
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla   Oft víxlað við J. procumbens, en auðþekkt á drúpandi ársprotaendum sem eru líka einkenni á yrkjunum.
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is