Páll Ólafsson, Ljóðið Vetrarkveðja Margt er gott að muna þér
þó mér þú fyndist langur.
Farðu vel, þú færðir mér
fögnuð bæði og angur.
Þó að nísti frostið fast
og fölni grænir hagar
eftir þetta kuldakast
koma betri dagar.
|
Ættkvísl |
|
Ledum |
|
|
|
Nafn |
|
groenlandicum |
|
|
|
Höfundur |
|
Oeder. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Heiðaflóki |
|
|
|
Ætt |
|
Lyngætt (Ericaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
L. palustre L. ssp. groenlandicum (Oed.) Hult. |
|
|
|
Lífsform |
|
Sígrænn runni. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sólríkur vaxtarstaður til hálfskuggi. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Hvítur. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Snemmsumars. |
|
|
|
Hæð |
|
0,5-2 m |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Uppréttir, sígrænn runni. |
|
|
|
Lýsing |
|
Uppréttur sígrænn runni, 50-200 sm hár. Ungar greinar með ryðbrúna ullhæringu. Lauf 20-60 × 3-15 mm, bandlaga-aflöng, jaðrar áberandi innundnir, laufin leðurkennd, snubbótt, dökkgræn og dálítið loðin á efra borði, með þétta ryðbrúna ullhæringu á neðra borði, laufleggir 1-5 mm. Blóm mörg í hálfsveipum sem eru nokkrir saman endastæðum klösum, allt að 5 sm í þvermál. Blómleggir 6-25 mm með stutt og stinn, hvít hár, kirtilhærðir, stoðblöð loðin. Bikar allt að 1 mm, tenntur, hvít-randhærður. Krónublöð hvít, 5-8 mm, aflöng, bogadregin í oddinn, grunnur mjór. Fræflar 5-10, frjóþræðir hárlausir, eða (sjaldnar) er grunnurinn dúnhærður. Stíll 4-6 mm. Aldin 4-7 mm, aflöng, dúnhærð. |
|
|
|
Heimkynni |
|
N Norður-Ameríka, Grænland. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Rakur, súr jarðvegur. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
|
|
|
|
Heimildir |
|
1,
http://bolt.lakeheadu.ca |
|
|
|
Fjölgun |
|
Sáning, síðsumargræðlingar með undirhita, sveiggræðsla. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Í beð með súrum, rökum jarðvegi. |
|
|
|
Reynsla |
|
Plöntunum var sáð 1992, allar gróðursettar 2001. Vetrarskýling 2001-2007. Yfirleitt ekkert eða lítið kal gegnum árin, blómstrar af og til. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
2-3 yrki nefnd til sögu, t.d. 'Compactum'sem þrífst með ágætum í Lystigarðinum. |
|
|
|
Útbreiðsla |
|
AÐRAR UPPLÝSINGAE:
Vex í mýrum, flóum og rökum skógum í súrum, mögrum jarðvegi. |
|
|
|
|
|