Ólafur Jóhann Sigurđsson - Á vordegi
Grundin eignast gullinn fífil,
geislafingur hlýir strjúka
lambakóng með lítinn hnýfil,
lambagrasið rauða og mjúka.

Vappar tjaldur, vellir spói,
verpir í broki mýrispýta.
Bráðum kveikir fenjaflói
fífublysið mjallahvíta.

Bráðum mun í morgunstillu
meðan þokan kveður dranga
ljósberi hjá lágri syllu
lyfta kolli til að anga.

Blíða daga, bjartar nætur
bugðast á með tærum hyljum
eftir laut sem litlir fætur
lásu forðum berum iljum.


Myosotis arvensis
Ćttkvísl   Myosotis
     
Nafn   arvensis
     
Höfundur   (L.) Hill.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Gleym-mér-ei
     
Ćtt   Munablómaćtt (Boraginaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Einćr eđa tvíćr jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Skćrblár til dökkpurpura.
     
Blómgunartími   Júlí-september.
     
Hćđ   50 sm
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Gleym-mér-ei
Vaxtarlag   Einćr eđa tvíćr jurt. Stönglar allt ađ 50 sm háir. uppréttir, oft međ margar grannar greinar viđ grunninn, lítiđ eđa ţétt dúnhćrđ. Grunnlauf allt ađ 8 x 1,5 sm, öfugegglaga, međ stuttan legg eđa nćstum legglaus. Stöngullauf lensulaga, legglaus.
     
Lýsing   Blómin skćrblá til dökkpurpura, ekki međ stođblöđ. Blómleggur allt ađ 1 sm, bikar allt ađ 7 mm langur međ ţegar hann er međ frćjum. Flipar sveigđir inn undir sig, ţétt ţakin krókhárum. Króna allt ađ 3 mm í ţvermál, bjöllulaga, krónutunga uppsveigđ eđa útstćđ. Smáhnotir allt ađ 2,5 x 1 mm, egglaga, svört međ hrygg.
     
Heimkynni   Evrópa., NA Afríka, Asía, hefur numiđ land N Ameríku.
     
Jarđvegur   Međalfrjór, vel framrćstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   6
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Sáning.
     
Notkun/nytjar   Í íslensku beđin, í steinhćđir í kanta.
     
Reynsla   Íslenskar plöntur eru í rćktun í Lystigarđinum, oft sjálfsánar.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiđsla  
     
Gleym-mér-ei
Gleym-mér-ei
Gleym-mér-ei
Gleym-mér-ei
Gleym-mér-ei
Gleym-mér-ei
Gleym-mér-ei
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is