Málsháttur
Oft vex laukur af litlu.
Draba glacialis
Ættkvísl   Draba
     
Nafn   glacialis
     
Höfundur   Adams
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Jöklavorblóm
     
Ætt   Krossblómaætt (Brassicaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Gulur.
     
Blómgunartími   Maí.
     
Hæð   um 10 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Náskyld D. alpina, en laufin eru með enn þéttari stjarnhár og ögn stærri blóm.
     
Lýsing   Þýfð, fjölær jurt, um 10 sm há. Stönglar jarðlægir og skjóta rótum við grunninn, uppréttir ofantil, laufóttir, hærðir, hárin aftureveigð og oftast greinótt. Laufin 0,25 sm löng, stakstæð, bandlensulaga, oddlaus, bláleit, þéttstæðmeð greinótt hár bæði ofan og neðan, hálfupprétt og samanlukt efst. Blómskipunarleggir 5 sm langir, þráðlaga, vaxa næstum neðst frá stönglinum á móti laufinu, ögn bugðóttir, lítt hærðir, hárin oftast greinótt. Blómleggir um það bil jafn langir og blómin, lengjast um leið og skálparnir koma, næstum sléttir, neðstu stöku sinnum með stoðblað. Bikar úttútnaður, ögn dúnhærður, oddlaus, gulgrænn. Krónan gul, lengri en bikarinn, krónubloð öfugegglaga, framjöðruð, með æðar, nöglin stutt. Fræni hnúðlaga, gult. Stíll mjög stuttur, grænn. Skálpar egglaga, sléttir. fræ um 12 talsins.
     
Heimkynni   NA Evrópa, NA Norður-Ameríka.
     
Jarðvegur   Grýttur, sendinn, blautur, kaldur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   = Pan-arctic flora, nhm2.uio.no/paf/672107, encyclopaedia.alpinegardensociey./net/plants/Draba/glacialis, The Edinburgh New Philosopical Journal, https://books.google.is/books?id=qCkAAAAAMAAJ
     
Fjölgun   Sáning.
     
Notkun/nytjar   Í steinhæðir.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem sáð ar til 20012 og gróðursett í beð 2013.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is