Halldór Kiljan Laxness - Heimsljós

"Fegursta blómið, það lifir í huldum stað, fæstir fá nokkurntíma að sjá það, mörgum sést yfir það, nokkrir kunna ekki skil á gildi þess, þeir sem uppgötva það munu ekki sjá annað blóm síðan. Allan daginn hugsar maður um það. Þegar maður sefur dreymir mann það. Maður deyr með nafn þess á vörum."

Draba simonkaiana
Ættkvísl   Draba
     
Nafn   simonkaiana
     
Höfundur   Jáv.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Karpatavorblóm*
     
Ætt   Krossblómaætt (Brassicaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jjurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Hvítur.
     
Blómgunartími   Júní.
     
Hæð   - 7 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Fjölær jurt með þéttar blaðhvirfingar. Stönglar allt að 7 sm háir. Grunnlauf 3-12 x 1-2 mm, öfuglensulaga, heilrend að mestu, stjarnhærð-gráloðin og randhærð. Stöngullauf 0-3, stönglar og laufleggir með einföld og greinótt hár.
     
Lýsing   Blómskipunin 3- til 16-blóma. Krónublöð 3-4 mm, hvít. Skálpar 5-6 mm þaktir stuttum ógreindum hárum og greinóttum,ekki aðlægum. Fræni 0,7-1 mm, 2-flipótt, þráðmjó. Mjög lík Draba austriaca en með smærri blóm.
     
Heimkynni   SA Karpatafjöll (endemísk).
     
Jarðvegur   Grýtt, sendið, rakt.
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   = encyclopaedia.alpinegardensociety.net./plants/Draba/simonkiana, www.plant-journal.uaic.ro/docs/2014/13.pdf
     
Fjölgun   Sáning.
     
Notkun/nytjar   Í steinhæðir, í hleðslur.
     
Reynsla   Ein planta undir þessu nafni er í sólreit 2015.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is