Hulda - Úr ljóðinu Sorg
Þar sem blóm í laufalautum
ljúfu máli saman tala,
sem að ást og angur skilja, ?
blágresi og burknar grannir,
brönugrös og músareyra,
ljósberi og lækjarstjarna,
litlar fjólur, æruprísar,
gullmura og gleym-mér-eigi, ?
vildi ég mega minnast þín.
Colchicum bulbocodium
Ættkvísl   Colchicum
     
Nafn   bulbocodium
     
Höfundur   Ker.-Gawler.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Vorlilja
     
Ætt   Liljuætt (Liliaceae).
     
Samheiti   Colchicum vernum (L.) Ker.-Gawler, Bulbocodium vernum L.
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Bleikpurpura.
     
Blómgunartími   Apríl-júní.
     
Hæð   7-10 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Fjölæringur með rótarhnýði sem er aflangt, allt að 3 sm í þvermál, hreistrin næstum svört. Lauf 3 eða 4, koma um leið og blómin en ná fullri stærð seinna, verða allt að 15 x 1,5 sm, með slíður við grunninn og útstæða blöðku.
     
Lýsing   Blóm stök (sjaldan 2 eða 3) rétt ofan við yfirborð jarðar, 4-8,5 sm, bleikpurpura, sjaldan hvít. Blómhlífarblöð band-lensulaga, ydd, tennt við grunninn. Blómhlíf með 6 ósamvaxin blöð, hvert skipt í tungu og langa mjóa nögl, neglur samvaxnar á tönnum eða eyrnablöðum við grunn tungunnar og mynda því pípu. Fræflar 6 með granna frjóþræði, festir við grunn tungunnar. Egglag yfirsætið, en neðanjarðar, 3-hólfa með mörg eggbú. Stíll með 3 frænissepa efst, óskiptur neðantil. Fræ hnöttótt.
     
Heimkynni   Pýreneafjöll, SV & SM Alpar.
     
Jarðvegur   Meðalfrjór. vel framræstur, rakaheldinn.
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   = 2, www.inaturalist.org/taxa/131603-Colchicum-bulbocodium
     
Fjölgun   Sáning (nýtt fræ), skipting á hnausnum þegar plantan er í dvala. Hnýði sett niður í ágúst, 10-15 sm djúpt.
     
Notkun/nytjar   Í kanta, í steinhæðir. Verður langlíf þar. Þetta er eitruð planta.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur undir þessu nafni, til annarrar var sáð 1989 og hún gróðursett í beð 1992, hin kom sem hnýði sem voru gróðursett í beð 2010, þrífst vel.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is