Halldór Kiljan Laxness , Bráđum kemur betri tíđ.
Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga,
sæta langa sumardaga.

Camassia leichtlinii
Ćttkvísl   Camassia
     
Nafn   leichtlinii
     
Höfundur   (Baker) S.Watson
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Vinduhnýđi
     
Ćtt   Liljućtt (Liliaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölćr laukjurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Rjómahvítur, blár eđa fjólublár.
     
Blómgunartími   Júní-júlí.
     
Hćđ   20-130 sm
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Vaxtarlag   Laukar breiđegglag til hnöttóttir, 1,5-4 sm í ţvermál međ brúnt laukhýđi. Lauf 4-6, 20-60 sm x 5-25 mm, skćrgrćn.
     
Lýsing   Blómstöngull 20-130 sm, ljósgrćnn. Klasar gisblóma, 10-30 sm. Stođblöđ band-lensulaga um 20 mm. Blómleggir 1,5-5 sm, vita dálítiđ upp á viđ. Blómin regluleg. Blómhlífarblöđ aflöng-lensulaga, rjómahvít eđa blá eđa fjólublá, 2-5 sm, samanundin ţegar ţau visna. Frćflar 1/2-3/4 af lengd blómhlífarblađanna. Frjóţrćđir hvítir eđa bláleitir, frjóhnappar gulir, eggleg mjó-egglaga til aflöng, daufgrćn, stíll dálítiđ styttri til ögn lengri en frćflarnir, hvítur.
     
Heimkynni   V N-Ameríka.
     
Jarđvegur   Djúpur, frjór, lífefnaríkur, rakaheldinn.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   3
     
Heimildir   = 1, 2
     
Fjölgun   Sáning, skipting á hnausum.
     
Notkun/nytjar   Í kanta, međfram tjörnum og lćkjum.
     
Reynsla   Í Lystigarđinum er til gömul planta undir ţessu nafni, ţrífst vel. (Er C. leichtlinii ssp. leichtlinii).
     
Yrki og undirteg.   ssp. leichtlinii er međ rjómahvít blóm og hefur fundist villt í Oregon-fylki. --------------- ssp. suksdorfii (Greenm.) Gold. er međ blá til fjólublá blóm međ útbreiđslu frá British Columbia til Kaliforníu. Ţessari undirtegund var sáđ í Lystigarđinum 2003 og gróđursett í beđ 2006. ------------------ Mörg litbrigđanna hafa fengiđ nöfn yrkja og eru ef til vill eftirsóknarverđustu plönturnar til garđrćktar hjá ţessar ćttkvísl.
     
Útbreiđsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is