Jón Helgason - úr ljóðinu Á Rauðsgili
Hugrökk teygist á háum legg
hvönnin fram yfir gljúfravegg,
dumbrauðu höfði um dægrin ljós
drúpir hin vota engjarós.


Prosartes trachycarpa
Ættkvísl   Prosartes
     
Nafn   trachycarpa
     
Höfundur   S. Watson
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Skógarskriðlilja
     
Ætt   Liljuætt (Liliaceae).
     
Samheiti   Disporum trachycarpum (Watson) Bentham
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Hálfskuggi.
     
Blómlitur   Hvítur til grængulur.
     
Blómgunartími   Júlí.
     
Hæð   30-80 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Fjölæringur með skríðandi jarðstöngla. Stönglar uppréttir eða útstæðir, laufóttir, lítið eitt greinóttir. Laufin egglaga eða lensulaga, stakstæð, legglaus eða á stuttum legg. Lauf er hært neðan í fyrstu, en hárin hverfa með aldrinum. Laufin lykja ekki um stöngulinn neðst.
     
Lýsing   Blómin stök eða í fáblóma sveip, endastæðum, hvít eða grængul, oftast álút. Blómhlífarblöð 6, ekki samvaxin, oft ögn útblásin neðst. Fræflar 6, við grunn blómhlífarblaðanna, jafn langir og eða dálítið lengri en blómhlífarblöðin. Frjóhnappar opnast með rifu. Frjóþræðir hárlausir, eggleg yfirsætið, 3-hólfa. Stíll 1, óskiptur eða með 3-skipt fræni eða stílarnir eru 3. Aldinið er ber. Berin eru appelsínugul til rauð með 6-12 fræjum.
     
Heimkynni   V N-Ameríka.
     
Jarðvegur   Lífefnaríkur, hlutlaus eða súr, vel framræstur, rakaheldinn.
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   = 2, www.efloras.org/florataxon.aspx?flora-id=1&taxon-id=24210870
     
Fjölgun   Sáning eða skipting að vorinu.
     
Notkun/nytjar   Sem undirgróður.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein planta, sem sáð var til 1982 og gróðursett í beð 1985, sein til, en þrífst vel.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is