Þuríður Guðmundsdóttir - Rætur
Ég geng um skrúðgarða borgar
og blómin horfa á mig
litríkum framandi augum
og ilmur þeirra er alltaf nýr

Í fjarska situr fölblá gleymmérei
á fötum lítils barns

Því blágresi, holtasóley og steinbrjótur
voru blóm bernsku minnar

Og rætur þeirra
verða alltaf mínar

Galtonia candicans
Ættkvísl   Galtonia
     
Nafn   candicans
     
Höfundur   (Bak.) Decne.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Svanalilja
     
Ætt   Liljuætt (Liliaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól og skjól.
     
Blómlitur   Snjóhvítur.
     
Blómgunartími   Ágúst-september.
     
Hæð   - 120 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Lauf 50-100 x 5 sm, 4-6, borðalaga-lensulaga, hálfupprétt, ögn grágræn.
     
Lýsing   Blómstilkur allt að 120 sm, klasi allt að 40 sm, grannur, allt að 15 blóma, blómin drúpa, ilma. Blómleggir 2,5-6 sm. Stoðblöð 3-4 x 1 sm, egg-lensulaga, ydd. Blómhlíf 3 sm, snjóhvít með daufa græna slikju við grunn pípunnar, fliparnir 2 x lengri en pípan. Aldin um 3 sm, upprétt, fræin svört.
     
Heimkynni   S-Afríka.
     
Jarðvegur   Frjór, léttur, vel framræstur en rakaheldinn.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   5
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Sáning.
     
Notkun/nytjar   Í kanta, við hlýja húsveggi.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 2005 og gróðursett í beð 2010.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is