Þuríður Guðmundsdóttir - Rætur
Ég geng um skrúðgarða borgar
og blómin horfa á mig
litríkum framandi augum
og ilmur þeirra er alltaf nýr

Í fjarska situr fölblá gleymmérei
á fötum lítils barns

Því blágresi, holtasóley og steinbrjótur
voru blóm bernsku minnar

Og rætur þeirra
verða alltaf mínar

Petasites paradoxus
Ættkvísl   Petasites
     
Nafn   paradoxus
     
Höfundur   (Retz.) Baumg.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Jófífill
     
Ætt   Körfublómaætt (Asteraceae).
     
Samheiti   Petasites niveus (Vill.) Baumg., Tussilago nivea Vill., T. paradoxa Retz.
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól - hálfskuggi.
     
Blómlitur   Rauðbleikur til hvítur.
     
Blómgunartími   Maí.
     
Hæð   - 20-60 sm
     
Vaxtarhraði   Hraðvaxta.
     
 
Vaxtarlag   Fjölær jurt, laufin tígul-hjartalaga til spjótlaga, sjaldan með tvo flipa við grunninn, grunnflipar beinast venjulega út á við, þétt hvít-lóhærð á neðra borði, jaðrar venjulega með reglulegar tennur. Stöngullauf allt að 6 sm, 5-22, greipfætt, stundum með ófullkonma blöðku.
     
Lýsing   Körfur skífulaga, karlkörfur 5-26, kvenkörfur 10-32, karlreifar allt að 10 mm, kvenreifar dálítið minni, nærreifar heilrendar, rauðmengaðar, smákirtildúnhærðar, smáblómin rauðbleik til hvít.
     
Heimkynni   Evrópa (fjöll).
     
Jarðvegur   Djúpur, frjór, rakur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   5
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Sáning, skipting.
     
Notkun/nytjar   Sem undirgróður undir tré og runna.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein planta af þessari tegund sem sáð var til 1991 og gróðursett í beð 1992, þrífst vel.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is