Halldór Kiljan Laxness - Heimsljós

"Fegursta blómið, það lifir í huldum stað, fæstir fá nokkurntíma að sjá það, mörgum sést yfir það, nokkrir kunna ekki skil á gildi þess, þeir sem uppgötva það munu ekki sjá annað blóm síðan. Allan daginn hugsar maður um það. Þegar maður sefur dreymir mann það. Maður deyr með nafn þess á vörum."

Oenothera magellanica
Ættkvísl   Oenothera
     
Nafn   magellanica
     
Höfundur   Phil.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn  
     
Ætt   Eyrarrósarætt (Onagraceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Einær eða tvíær jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Gulur.
     
Blómgunartími   Júlí-ágúst.
     
Hæð   10-20 sm
     
Vaxtarhraði   Hraðvaxta.
     
 
Vaxtarlag   Upprétt jurt, einær eða tvíær, sem myndar blaðhvirfingu, stönglar ógreindir eða greinóttir og bogsveigðir eða skáhallt uppsveigðir frá hvirfingunni, 2-12 sm háir. Plantan er þétt eða mjög strjált snarphærð, í meðallagi eða mjög lítið lang- eða stuttmjúkhærð. Hvirfingarlaufin bandlaga til mjó öfuglensulaga, hvassydd, mjókka smám saman að laufleggnum, 10-25 sm löng, 0,9-1,5 sm breið. Stöngullauf mjög mjó-oddbaugótt til mjó lensulaga eða mjó öfuglensulaga, hvassydd, mjófleyglaga til smámjókkandi að grunni, legglaus, 5-20 sm löng 0,5-1,2 sm breið. Stoðblöð mjólensulaga til lensulaga, hvassydd, bogadregin til þverstýfð við grunninn, legglaus, lengri en hýðin sem þau standa við, 4-6 sm löng, 0,5-1 sm breið, laufblaðkan er slétt eða greinilega bylgjuð á jöðrunum, reglulega eða óreglulega sagtennt, tennur oddlausar eða hvassar.
     
Lýsing   Blómskipunin er ógreind eða greind, krónupípan 1,3-2,5 (-3) sm löng, knúppar aflangir eða með lensulaga útlínur, grænir til gulgrænir, oft með rauða slikju, 1-2 sm langir, 4-5 mm breiðir, oddur bikarblaða 1-2 mm langur, uppréttur eða beinist út á við. Krónublöð mjög breið-öfugegglaga, 1,5-2,5 sm löng. Frjóhnappar 6-8 mm langir, frjóþræðir 9-12 mm langir, stíll stuttur, frjóhnapparnir sáldra frjóduftinu bein á frænið við blómgun, 2,5-4,5 sm löng, frænisflipar 3-5 mm langir, fræni 1,5-2 sm langir. Fræhýði 25-40 mm langt, 3-5 mm þykkt. Fræin eru með oddbaugóttar útlínur, 1,4 2 mm löng, 0,6-0,8 mm þykk.
     
Heimkynni   Chile, Argentína.
     
Jarðvegur   Meðalrakur, framræstur, meðalfrjór.
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   = www.zhiwutong.com/dan-tu/99/79479.htm, botany.si.edu/Onagraceae/speciesdescr.cfm?myID=3919, app.peak-retail.com/web/mobile.php/product/21427/f6e7e838ea611e3ab2e/
     
Fjölgun   Sáning.
     
Notkun/nytjar   Í steinhæðir.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, var sáð 2010 og gróðursett í beð 2011, hefur þrifist vel.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is