Úr ljóðinu Barmahlíð eftir Jón Thoroddsen
Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!
Ononis spinosa
Ættkvísl   Ononis
     
Nafn   spinosa
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Þyrnikló
     
Ætt   Ertublómaætt (Fabaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt-hálfrunni.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Bleikur, purpura.
     
Blómgunartími   Júlí-ágúst.
     
Hæð   - 80 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Mjög lík akurkló (O. arvensis), en oftast þyrnótt og það er oftast 1 blóm á hverjum lið klasans. Smárunni allt að 80 sm hár. Stöngullinn oftast þyrnóttur, lítið eitt kirtilhærður. Smálaufin breytileg í laginu.
     
Lýsing   Blómin stök, sjaldan tvö og tvö á hverjum lið, í strjálum klasa. Bikar kirtil-dúnhærður, með stutt hár við ginið. Krónan allt að 2 sm, bleik eða purpura, nær oftast langt fram úr bikarnum. Aldin allt að 1 sm.
     
Heimkynni   V. M & S Evrópa, S Noregur, NV Úkraína.
     
Jarðvegur   Léttur, sendinn, vel framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   6
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Sáning.
     
Notkun/nytjar   Í beð með fjölærum jurtum.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, sem sáð var til 2005 og gróðursett í beð 2008.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is