Málsháttur
Engin er rós án þyrna.
Aconitum reclinatum
Ættkvísl   Aconitum
     
Nafn   reclinatum
     
Höfundur   A. Gray
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Skriðhjálmur*
     
Ætt   Sóleyjarætt (Ranunculaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól - hálfskuggi.
     
Blómlitur   Hvítur.
     
Blómgunartími   Júlí-september.
     
Hæð   -1 m (eða allt að 3 m).
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Stönglar allt að 3 m, grannir, veikbyggðir, sveigðir eða klifrandi, eða uppréttir og allt að 1 m háir. Laufin mörg, djúp 5-skipt, fliparnir fleyglaga-öfugegglaga, grófskert og hvassydd ofan við miðju.
     
Lýsing   Blómskipunin löng, oftast samsett, blómleggir fín-dúnhærðir. Blómin hvít, hjálmurinn hærri en hann er breiður, næstum láréttur, með trjónu á bakinu og myndar granna, næstum sívala sepa. Fræhýði 3-5.
     
Heimkynni   A Bandaríkin (Virginía til Georgia).
     
Jarðvegur   Frjór, rakaheldinn.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   6
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Sáning, skipting.
     
Notkun/nytjar   Í fjölæringabeð, sem klifurplanta.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, sem sáð var til 1999 og gróðursett í beð 2010, þrífst vel.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is