Þuríður Guðmundsdóttir - Rætur
Ég geng um skrúðgarða borgar
og blómin horfa á mig
litríkum framandi augum
og ilmur þeirra er alltaf nýr

Í fjarska situr fölblá gleymmérei
á fötum lítils barns

Því blágresi, holtasóley og steinbrjótur
voru blóm bernsku minnar

Og rætur þeirra
verða alltaf mínar

Lonicera korolkowii
Ættkvísl   Lonicera
     
Nafn   korolkowii
     
Höfundur   Stapf.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Hirðingjatoppur (Kóraltoppur)
     
Ætt   Geitblaðsætt (Caprifoliaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól (hálfskuggi).
     
Blómlitur   Fölbleikur.
     
Blómgunartími   Júlí.
     
Hæð   2-3 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Hirðingjatoppur (Kóraltoppur)
Vaxtarlag   Lauffellandi runni, allt að 3 m hár, lotinn, hálfuppréttur, tígulegur. Ungar greinar dúnhærðar.
     
Lýsing   Laufin allt að 3 × 2 sm, egglaga eða oddbaugótt, langydd, mjókkar oftast smám saman að grunni, ljós blágræn, blágræn neðan, dúnhærð einkum á neðra borði, laufleggir allt að 6,5 mm. Blómin fölbleik, 1,5 sm tvö og tvö saman, í blaðöxlunum. Krónan með tvær varir, krónupípan mjó, dúnhærð innan. Aldin skærrauð.
     
Heimkynni   Fjöll í M Asíu, Afganistan, Pakistan.
     
Jarðvegur   Meðalfrjór, meðalrakur, vel framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   5
     
Heimildir   1
     
Fjölgun   Sumar og vetrargræðlingar, sveiggræðsla, sáning.
     
Notkun/nytjar   Í þyrpingar, beð, sem stakstæður runni, óklippt limgerði.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur, sem sáð var til 1979 og gróðursettar í beð 1981 og 1985 og fimm sem sáð var til 1991 og gróðursettar í beð 200, 2001 og 2009. Þrífast sæmilega, kala dálítið flest árin. --- Meðalharðgerður, lítt reynd hérlendis.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Hirðingjatoppur (Kóraltoppur)
Hirðingjatoppur (Kóraltoppur)
Hirðingjatoppur (Kóraltoppur)
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is