Halldór Kiljan Laxness - Heimsljós

"Fegursta blómið, það lifir í huldum stað, fæstir fá nokkurntíma að sjá það, mörgum sést yfir það, nokkrir kunna ekki skil á gildi þess, þeir sem uppgötva það munu ekki sjá annað blóm síðan. Allan daginn hugsar maður um það. Þegar maður sefur dreymir mann það. Maður deyr með nafn þess á vörum."

Amelanchier ovalis
Ættkvísl   Amelanchier
     
Nafn   ovalis
     
Höfundur   Medik.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Snæamall
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae)
     
Samheiti   A. vulgaris Moench, A. rotundifolia, (Lamarck) Dumont de Courset
     
Lífsform   Lauffellandi runni - lítið tré.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Hvítur.
     
Blómgunartími   Júní.
     
Hæð   - 3 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Snæamall
Vaxtarlag   Lauffellandi, 1-3 m hár, gisgreinóttur runni, ungar greinar eru hvítullhærðar í fyrstu, verða seinna hárlausar og glansandi ólífugrænar.
     
Lýsing   Uppréttur eða útbreiddur skriðull runni, allt að 3 m hár. Ungar greinar ullhærðar. Lauf 2,5-5 sm breið, egglaga til öfugegglaga, bogadregin í oddinn eða sýld og broddydd, með grófar tennur sem vita fram á við. Ung lauf með hvítt hár á neðra borði en verða hárlaus. Blómklasar allt að 4 sm, uppréttir, hvíthærðir, með 3-8 blóm. Krónublöð 1-1,5 sm, egglaga-aflöng, hvít. Toppur egglegs hárlaus. Aldin 6 mm breið, hnöttótt, dökkblá til svört.&
     
Heimkynni   M & S Evrópa (fjöll).
     
Jarðvegur   Meðalþurr, frjór, vel framræstur, fremur kalkríkur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   Z5
     
Heimildir   1,2, 10
     
Fjölgun   Sáning, sumargræðlingar, sveiggræðsla.
     
Notkun/nytjar   Í þyrpingar, í beð.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem sáð var til 1978 og gróðursett í beð 1988. Falleg planta sem þrífst vel, kelur lítið sem ekkert, ber bæði blóm og ber. Hefur reynst vel í Lystigarðinum.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Snæamall
Snæamall
Snæamall
Snæamall
Snæamall
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is