Jón Thoroddsen - Barmahlíđ

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Mimulus guttatus
Ćttkvísl   Mimulus
     
Nafn   guttatus
     
Höfundur   Fisch. ex DC.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Apablóm
     
Ćtt   Grímublómaćtt (Scrophulariaceae).
     
Samheiti   Réttara: Erythranthe guttata
     
Lífsform   Einćr-tvíćr jurt.
     
Kjörlendi   Sól, hálfskuggi.
     
Blómlitur   Skćrgulur.
     
Blómgunartími   Júlí-ágúst.
     
Hćđ   15-50 sm
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Apablóm
Vaxtarlag   Fjölćr jurt, mjög breytileg, myndar mörg form, 10-80 sm há. Stönglar uppréttir eđa útafliggjandi.
     
Lýsing   Blómin 20-40 mm löng, pípulaga. Fjölćru plönturnar dreifa sér međ skriđulum renglum. Myndar rćtur á liđum stönglanna. Stundum smávaxin, getur veriđ hárlaus eđa međ dálítiđ af hárum. Laufin gagnstćđ, bogadregin til oddbaugótt, oftast gróf- og óreglulega tennt eđa flipótt. Skćrgul, í klösum, sem oftast eru međ 5 eđa fleiri blóm. Bikarinn međ 5 flipa sem eru miklu styttri en blómiđ. Hvert blóm er tvíhliđa og er međ tvćr varir. Efri vörin er oftast međ 2 flipa, sú neđri međ ţrjá. Neđri vörin getur veriđ međ einn stóran til marga litla rauđa til rauđbrúna bletti. Hćrđ í gininu.
     
Heimkynni   N Ameríka (Mexíkó - Alaska).
     
Jarđvegur   Međalrakur og frjór
     
Sjúkdómar  
     
Harka   6
     
Heimildir   = 1, https://en.wikipedia.org/wiki/Erythranthe_guttata#Description
     
Fjölgun   Skipting ađ vori, sáning, (getur sáđ sér nokkuđ út), grćđlingar ađ vori.
     
Notkun/nytjar   Sem undirgróđur, í beđ, í kanta, í breiđur, í hleđslur.
     
Reynsla   Harđgert, getur orđiđ hálfgert illgresi viđ bestu skilyrđi í hálfskugga og rökum jarđvegi (H. Sig.).
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiđsla  
     
Apablóm
Apablóm
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is