Málsháttur
Lengi býr að fyrstu gerð.
Penstemon fruticosus
Ćttkvísl   Penstemon
     
Nafn   fruticosus
     
Höfundur   (Pursh.) Greene
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Runnagríma
     
Ćtt   Grímublómaćtt (Scrophulariaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölćr jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Ljós grábláfjólublár til fölpurpura.
     
Blómgunartími   Júní- júlí.
     
Hćđ   20-40 sm
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Vaxtarlag   Myndar ţétta, breiđa brúska allt ađ 40 sm hár, hárlaus eđa hrímug neđan viđ blómskipunina. Stönglar runnkenndir neđst. Lauf 1-5 x 0,5-1,5 sm, mjólensulaga til öfuglensulaga eđa oddbaugótt, heilrend eđa smásagtennt eđa tennt, smćkka mjög ört eftir ţví sem ofar dregur, grćn, oft gljáandi, leđurkennd.
     
Lýsing   Blómskipunin stinn, einhliđa, dálítiđ hliđsveigđ, fremur ţétt, kirtil-dúnhćrđ. Bikar 7-10 mm, flipar lensulaga, langydd til rófuydd. Króna 25-38 x 7 mm, skćr grábláfjólublá til fölpurpura, rif neđan á krónunni langhrokkinhćrđ. Gervifrćflar mjög grannir, hálf lengd frjóu frćflanna.
     
Heimkynni   N Ameríka (Washington til Oregon, austur til Montana og Wyoming).
     
Jarđvegur   Léttur, međalfrjór, vel framrćstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   4
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Skipting eđa sáning ađ vori, grćđlingar um mitt sumar.
     
Notkun/nytjar   Í steinhćđir, í beđ, í kanta.
     
Reynsla   Í Lystigarđinum eru til tvćr plöntur undir ţessu nafni, önnur sem sáđ var til 1996 og gróđursett í beđ 2006 og hin sem sáđ var til 2009 og gróđursett í beđ 2012. Međalharđgerđ-harđgerđ a.m.k. norđaustanlands (H. Sig.), á oft erfitt uppdráttar í vetrarumhleypingum.
     
Yrki og undirteg.   'Albus' er međ hvít blóm, 'Majus' er međ stór blóm.
     
Útbreiđsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: bjorgvin@akureyri.is