Jón Thoroddsen - Barmahlíđ

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Penstemon whippleanus
Ćttkvísl   Penstemon
     
Nafn   whippleanus
     
Höfundur   A. Gray.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Kampagríma
     
Ćtt   Grímublómaćtt (Scrophulariaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölćr jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Mattpurpura.
     
Blómgunartími   Júní-ágúst.
     
Hćđ   20-60 sm
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Kampagríma
Vaxtarlag   Fjölćr jurt međ granna stöngla, allt ađ 60 sm háa, hárlausir eđa smádú nhćrđir. Grunnlauf egglaga til spađalaga. Stöngullauf lensulaga til aflöng-lensulaga, heilrend til smátennt, hárlaus.
     
Lýsing   Blómskipunin teygđ, kirtildúnhćrđ. Bikar 7-10 mm, flipar lensulaga, hvassyddir til langyddir, kirtilhćrđir međ mjóan himnujađar viđ grunninn. Króna 2-3 sm, mattpurpura, kirtilhćrđ utan, gin víkkar snögglega út, flipar á neđri vör lengri en ţeir á efri vör, langhrokkinhćrđir. Gervifrćfla breikka ekki í endann, hárlausir eđa lítt hćrđir í oddinn.
     
Heimkynni   N-Ameríka (Wyoming og Idaho, suđur til Kólóradó, Utah, Nýju Mexikó og Arizona).
     
Jarđvegur   Međalfrjór, framrćstur, sendinn.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   4
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Skipting eđa sáning ađ vori, grćđlingar síđsumars.
     
Notkun/nytjar   Í steinhćđir, í hleđslur, í kanta, í beđ, í breiđur.
     
Reynsla   Í Lystigarđinum er til ein gömul planta (frá 1975) undir ţessu nafni og önnur sem sáđ var til 1991, gróđursett í beđ 1992, báđar ţrífast mjög vel og hafa myndađ stórar breiđur, sem ţarf ađ stinga af annađ veifiđ. Harđgerđ tegund, hefur veriđ í rćktun í LA síđan 1975.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiđsla  
     
Kampagríma
Kampagríma
Kampagríma
Kampagríma
Kampagríma
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is