Vorið góða, grænt og hlýtt (Heinrich Heine, þýðing)
Vorið góða, grænt og hlýtt,
græðir fjör um dalinn,
allt er nú sem orðið nýtt,
ærnar, kýr og smalinn.

Kveður í runni, kvakar í mó
kvikur þrastasöngur;
eins mig fýsir alltaf þó:
aftur að fara í göngur.
Philadelphus coronarius
Ættkvísl   Philadelphus
     
Nafn   coronarius
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Snækóróna
     
Ætt   Hindarblómaætt (Hydrangaceae).
     
Samheiti   Philadelphus caucasicus Koehne
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól eða hálfsk.uggi.
     
Blómlitur   Rjómahvítur.
     
Blómgunartími   Snemmsumars.
     
Hæð   2-3 m
     
Vaxtarhraði   Vex fremur hratt.
     
 
Snækóróna
Vaxtarlag   Lauffellandi runni, allt að 3 m hár, börkur dökkbrúnn, flagnar hægt á öðru ári, ársprotar ögn dúnhærðir, verða hárlausir. Axlabrum hulin.
     
Lýsing   Lauf 4,5-9 × 2-4,5 sm, egglaga, að mestu hárlaus, en dúnhærð á stærstu æðastrengjunum og í strengjakrikunum á neðra borði. Jaðrar óreglulega og grunntenntir, grunnur snubbóttur eða hvassyddur, oddur langdreginn. Blómin 5-9 í stuttum, endastæðum klösum, rjómahvít, ilma mikið, 2,5-3 sm í þvermál, bikarblöð þríhyrnd, ydd, hárlaus. Fræflar um 25 talsins, skífa og stíll hárlaus. Fræin með langan hala.
     
Heimkynni   SA Evrópa, Litla Asía, Kákasus.
     
Jarðvegur   Meðalfrjór, meðalrakur, vel framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   5
     
Heimildir   = 1, http://www.practicalplants.org
     
Fjölgun   Fræ þarf helst 1 mánaðar forkælingu. Sáið í febrúar á bjartan stað í sólreit. Þegar smáplönturnar eru orðnar nógu stórar til að handfjatla þær er þeim dreifplantað hverri í sinn pott og þær hafðar í gróðurhúsi fyrsta veturinn. Gróðursetjið þær á framtíðarstaðinn síðla næsta vor eða snemmsumars þegar frosthættan er liðin hjá. Sumargræðlingar, 7-10 sm langir, eru teknir í ágúst og settir í skugga í sólreit. Gróðursettir vorið eftir. Rætast vel. Vetrargræðlingar, 15-25 sm með hæl, eru settir í desember (erlendis) í skjólgott beð úti. Rætist nokkuð vel. Sveiggræðsla að sumrinu er mjög auðveld.
     
Notkun/nytjar   Sem stakstæður runni, í þyrpingar, í blönduð beð. Auðræktuð planta, sem þrífst vel í hvaða meðalfrjóum jarðvegi sem er. Þolir magran jarðveg. Lifir í hálfskugga en þrífst best á sólbjörtum stað, þar sem plantan blómstrar mikið. Runninn þolir allt að – 25 °C. Blómin ilma mikið, ilmurinn minnir á appelsínu. Runnarnir þola vel snyrtingu. Það er hægt að klippa 3 hvern sprota niður við jörð árlega til að hvetja til vaxtar nýrra sprota og meiri blómgunar. Vex hratt. Runninn hefur tilhneigingu til að mynda rótarskot og mynda þykkni.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 2001 og gróðursett í beð 2004 og önnur sem sáð var til 2007 og gróðursett í beð 2011, óvíst hvort plönturnar standa undir nafni. Meðalharðgerður. Þarf að snyrta árlega, má klippa alveg niður.
     
Yrki og undirteg.   'Deutziiflorus' ofl.
     
Útbreiðsla  
     
Snækóróna
Snækóróna
Snækóróna
Snækóróna
Snækóróna
Snækóróna
Snækóróna
Snækóróna
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is