Ólafur Jóhann Sigurđsson - Á vordegi
Grundin eignast gullinn fífil,
geislafingur hlýir strjúka
lambakóng með lítinn hnýfil,
lambagrasið rauða og mjúka.

Vappar tjaldur, vellir spói,
verpir í broki mýrispýta.
Bráðum kveikir fenjaflói
fífublysið mjallahvíta.

Bráðum mun í morgunstillu
meðan þokan kveður dranga
ljósberi hjá lágri syllu
lyfta kolli til að anga.

Blíða daga, bjartar nætur
bugðast á með tærum hyljum
eftir laut sem litlir fætur
lásu forðum berum iljum.


Picea glauca
Ćttkvísl   Picea
     
Nafn   glauca
     
Höfundur   (Moench) Voss.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Hvítgreni
     
Ćtt   Ţallarćtt (Pinaceae).
     
Samheiti   P. canadensis B.S.P., P. alba Link
     
Lífsform   Sígrćnt tré.
     
Kjörlendi   Sól, hálfskuggi.
     
Blómlitur   Kk reklar gulir, kvk reklar rauđir.
     
Blómgunartími   Maí-júní.
     
Hćđ   -15 m
     
Vaxtarhrađi   Hćgvaxta.
     
 
Hvítgreni
Vaxtarlag   Tré allt ađ 25 m hátt í heimkynnum sínum, en lćgra hjá okkur, keilulaga í vextinum, ţéttvaxiđ međ láréttar, grófar greinar, ţćr efri uppréttari, grennri greinar slútandi.
     
Lýsing   Bolur 1-2 m í ţvermál, börkur ţunnur, grábrúnn međ hreistur. Greinar fremur sterkbyggđar, slútandi viđ stofninn en greinaendarnir vita aftur upp á viđ, nokkurn veginn láréttar á ungum trjám og fremur ţéttstćđar. Árssprotar hvítgulir til gulbrúnir, döggvađir í fyrstu seinna gljáandi, hárlausir, kröftugir. Brum egglaga allt ađ 6 mm löng, ljósbrún, neđri brumhlífar kjalađar og međ litla odda, efri brumhlífar vísa frá, eru snubbótt, kvođulaus. Barrnálar mattar, blágrćnar til hvítgrá, 10-18 mm langar, ađ ofan er hvor hliđ međ 2-3 og neđan međ 3-4 loftaugarađir. Marđar nálar lykta eins og sólber (Ribes nigrum). Nálarnar eru mjög ţéttstćđar, fremur stinnar. Könglar síval, mislangir á sömu greininni, 3,5-5 sm, 1,2-2 sm breiđir, ungir grćnir, fullţroskađir ljósbrúnir. Köngulhreistur mjúk, auđsveigđ, jađar bogadreginn og heilrendur. Hreisturblöđkur litlar og innilokađar.
     
Heimkynni   Nyrsti hluti NA Ameríku, Kanada (-70°N).
     
Jarđvegur   Rakur, frjór, djúpur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   2
     
Heimildir   = 1,7,9
     
Fjölgun   Sáning, sumargrćđlingar í ţokuúđun, vetrargrćđlingar.
     
Notkun/nytjar   Í ţyrpingar, sem stakstćđ tré, í skjólbelti, í limgerđi.
     
Reynsla   Tré af ýmsum aldri eru til í Lystigarđinum. Ţau verđa stundum fyrir lúsafaraldri, ţrífat annars vel. Víđa í rćktun hérlendis. Harđgert, seinvaxiđ, vindţoliđ og nćgjusamt tré. Skýla ţarf ungplöntum. Fyrst gróđursett á Ţingvöllum 1899. Flestum grenitegundum nćgjusamara.
     
Yrki og undirteg.   Picea glauca 'Conica' verđur allt ađ 4 m á hćđ, mjög hćgvaxta, keilulaga króna, reglulegt í vexti, mjög ţétt, nálar grannar um 10 mm ađ lengd, ögn grćnbláleitar - hefur reynst vel í garđinum (innflutt yrki). Nokkur önnur yrki af ađalegund í rćktun erlendis t.d. 'Echiniformis', 'Lilliput', 'Little Globe' og 'Nana' sem eru öll lágvaxin, meira eđa minna kúlulaga. Ţar fyrir utan má nefna til dćmis 'Pendula' slútandi, 'Caerulea' ađ 2 m ţétt pýramídalaga međ silfurbláu barri og mörg fleiri mćtti nefna og koma ţau öll til greina í rćktun hérlendis. Picea glauca var. albertina (S. Br.) Sarg., árssprotar hćrđir, brum ađeins kvođug, barrnálar ađ 2,5 sm - er í uppeldi, lítt reynd enn sem komiđ er. Heimkynni: Kanadahluti Klettafjalla. (= Picea glauca skv. USDA). Picea glauca v. porsildii Raup. Barriđ stutt, dúnhćrđir árssprotar. Heimkynni Alaska og Yukon. - ekki reynd enn sem komiđ er, en ćtti ađ henta vel hérlendis. (= Picea glauca skv. USDA)
     
Útbreiđsla  
     
Hvítgreni
Hvítgreni
Hvítgreni
Hvítgreni
Hvítgreni
Hvítgreni
Hvítgreni
Hvítgreni
Hvítgreni
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is