Málsháttur Lengi býr að fyrstu gerð.
|
Ættkvísl |
|
Picea |
|
|
|
Nafn |
|
mariana |
|
|
|
Höfundur |
|
(Mill.) BSP. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Svartgreni |
|
|
|
Ætt |
|
Þallarætt (Pinaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
P. nigra Ait., P. brevifolia Peck |
|
|
|
Lífsform |
|
Sígrænt tré. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól, hálfskuggi. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Kk reklar gulir, kvk reklar rauðir. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Maí-júní. |
|
|
|
Hæð |
|
5-13 m |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Tré, 6-20 m hátt í heimkynnum sínum, stöku sinnum allt að 30 m hátt. Króna mjó-keilulaga, oft óregluleg. Árssprotar rauðbrúnir, kirtilhærðir með rauðleitum hárum. |
|
|
|
Lýsing |
|
Börkur rauðbrúnn, hreistrugur. Greinar grannar, oft slútandi, ungar greinar rauðbrúnar með þétt kirtilhár. Brum gild, u.þ.b. 5 mm löng, ydd eða snubbótt, ljósrauð, kvoðulaus, neðstu brumhlífar sýllaga, brumoddar framstæðir. Barrnálar mjög þéttstæðar, 7-12(-18) mm langar, daufgrænar til blágrænar, stinnar og stífar, ferhyrndar, beinar eða dálítið bognar. Nálarnar ilma ef þær eru núnar! Þær skiptast ekki neðan til á greinunum, eru að ofan með 1-2 loftaugaraðir hvoru megin og að neðan með 3-4, hvítleitar. Nálanabbar flatir, ekki úttútnaðir. Könglar egg- til snældulaga (gulrótarlaga), rauðbrúnir svo lengi sem þeir eru lokaðir, seinna grábrúnir, 2-3 sm langir, allt að 1,5 sm breiðir, hanga mörg ár á trénu. Köngulhreistur stinn, trékennd, kringlótt ofan, jaðar fíntenntur. Hreisturblöðkur miklu styttri. Fræ súkkulaðibrún, vængur 10 mm langur. |
|
|
|
Heimkynni |
|
N N Ameríka. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Rakur, frjór, djúpur, léttsúr. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
2 |
|
|
|
Heimildir |
|
1,7,9 |
|
|
|
Fjölgun |
|
Sáning, sumargræðlingar í þokuúðun, vetrargræðlingar. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Í þyrpingar, sem stakstæð tré, ef til vill í skógrækt, í raðir, í limgerði. |
|
|
|
Reynsla |
|
Tré sem keypt var 1985 er til í Lystigarðinum. Þrífst vel.
Harðgert, afar nægjusamt, hægvaxta, skýla ungplöntum. Fyrst gróðursett 1952 á Hallormstað. Mjög fallegt eintak er til í Lystigarðinum (sbr. mynd) í J2 (tréð kom frá Vöglum 1985 - G01), hefur ekkert kalið. Nær um 250 ára aldri. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
Fjölmörg yrki í ræktun í USA sem vert væri að prófa hérlendis. Til dæmis 'Aurea' nálar með gullnu ívafi. 'Beissneri', smávaxin hægvaxta, að 5 m. 'Beissneri Compacta' að 2 m. 'Doumettii' smávaxin eða aðeins að 6m. 'Pendula', 'Nana', 'Fastigiata' og fleiri (= 1, z2). |
|
|
|
Útbreiðsla |
|
Harðgert og fremur fallegt sem ungt tré, en gömul eru ekki eins mikið til prýði. Gerir litlar kröfur og myndar oft stóra skóga, þrífst líka í svölu votlendi. |
|
|
|
|
|