Málsháttur
Mjór er mikils vísir.
Pinus contorta v. contorta
Ættkvísl   Pinus
     
Nafn   contorta
     
Höfundur   Dougl. ex Loud.
     
Ssp./var   v. contorta
     
Höfundur undirteg.   Dougl. ex Loud.
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Strandfura
     
Ætt   Þallarætt (Pinaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Sígrænt tré.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Kk reklar gulir, appelsínugulir, rauðir.
     
Blómgunartími   Maí-júní.
     
Hæð   3-11 m
     
Vaxtarhraði   Hægvaxta.
     
 
Strandfura
Vaxtarlag   Lítið tré sem verður 3-11 m hátt oftast jarðlægt. Krónan ± hnöttótt.
     
Lýsing   Börkur allt að 2,5 sm þykkur, dökkbrúnn til grásvartur, smáhreistraður. Nálar < en 5 sm langar, um 1,4-1,7 mm breiðar, djúpgrænar, oftast með 2 kvoðuganga. Könglar mjög skakkir og bognir, standa lengi en sleppa fræinu oftast fljótt eftir þroska. Hreisturskildir dálítið keilulaga.
     
Heimkynni   Bandaríkin í strandhéruðum frá S Alaska til Kaliforníu.
     
Jarðvegur   Meðalrakur, framræstur, súr.
     
Sjúkdómar   Furulús.
     
Harka   7
     
Heimildir   1,7,9
     
Fjölgun   Sáning.
     
Notkun/nytjar   Í þyrpingar, sem stakstæð tré, í skógrækt.
     
Reynsla   Ekki til í Lystigarðinum. Harðgerð, þolir illa flutning, hægvaxta, skýla þarf ungplöntum, sumar plöntur þroska fræ óvenju ungar.
     
Yrki og undirteg.   Nokkur yrki í ræktun erlendis sem vert væri að prufa hérlendis. T.d. 'Frisian Gold', með gullið barr, 'Compacta' og 'Pendula'
     
Útbreiðsla  
     
Strandfura
Strandfura
Strandfura
Strandfura
Strandfura
Strandfura
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is