Málsháttur
Engin er rós án þyrna.
Lifandi plöntusafn - Undir berum himni
Lystigarðurinn er á suðurbrekkunni sunnan Menntaskólans og er hann rekinn af Akureyrarbæ sem grasagarður og skrúðgarður. Almenningsgarðurinn var opnaður formlega 1912 en grasagarðurinn 1957. Garðurinn hefur verið stækkaður þrisvar frá upphafi og er nú um 3,7 hektarar.

Hlutverk garðsins er margþætt. Fyrst og fremst er þó lögð áhersla á að finna með innflutningi og prófunum, fallegar, harðgerar, erlendar plöntur sem eftirsóknarvert væri að rækta hérlendis auk þess að vera almenningsgarður sem nýtist fólki til fróðleiks og skemmtunar.

Garðurinn er rómaður fyrir fegurð og mikinn fjölda tegunda.

Formlegur opnunartími er frá 1. júní - 30. september.
Á virkum dögum kl. 08-22 og um helgar kl. 09-22.

Hins vegar eru öll hlið opin að vetri og fólki frjálst að labba um garðinn og kíkja í kaffihúsið !

ÁLFkonur í Lystigarđinum međ ljósmyndasýningu
Föstudaginn 29. opnar sýning ÁLFkona LYSTISEMDIR á útisvæðinu við Cafe Björk

Lesa meira

Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: bjorgvin@akureyri.is