Í greinasafni er að finna margvíslegan fróðleik um ýmislegt sem lýtur að garðyrkju. Greinaflokkar eru valdir hér að neðan. Undir hverjum flokki eru síðan fjölmargar greinar eftir ýmsa höfunda.
Góða skemmtun.
Alpaþyrnir hefur löngum verið eftirsótt garðplanta hér á landi og haft það orð á sér að vera "fögur og tilkomumikil" jurt. Aldrei hefur hann þó náð því að verða algengur í görðum a.m.k. ekki hér syðra en norðanlands hefur hann víða verið ræktaður um áratuga skeið. Í mínum garði í Kópavogi hefur hann þrifist með ágætum eitthvað á þriðja ártug og eignast marga aðdáendur.
Blái valmúinn með ljóðræna útlitið eða blásólin (Meconopsis betonicifolia) er einkennistegund ættkvíslarinnar. Heimkynni tegundarinnar er í Himalaja fjöllum þar sem hún nýtur rakra sumra en þurra vetra.
Bóndarósir hafa verið ræktaðar hérlendis með góðum árangri í marga áratugi. Víða sjást stór fyllt yrki í gömlum görðum hérlendis í rauðum, hvítum eða bleikum litum. Vetrarkuldi bítur lítt á þær og snemma vors skjóta þær upp rauðleitum, kraftmiklum blaðsprotum. Mikið skipt, þykk blöð líta síðan dagsins ljós og stórir, hnöttóttir blómknúppar fylgja í kjölfarið.
Ólafur Björn Guðmundsson skrifar um fjögurra stjörnu plöntur sem eiga það semeiginlegt að vera úrvals garðplöntur.
Spurningunni sem velt er upp að þessu sinni er sú hvort hægt sé í raun að hafa mikið af fjölærum fallegum plöntum á lóðinni án þess að viðhaldið verði of umfangsmikið.
Þú sérð mjög falleg og vel hirt beð og ímyndar þér að umhirðan hljóti að vera býsna mikil.
Ættkvíslin er nefnd eftir Adonis ungum elskhuga Afrodite sem var gyðja ásta í grísku goðafræðinni. Í sumum sögnum segir að hún hafi breytt elskhuga sínum í þetta blóm sem við nefnum goðablóm.
Flestir garðeigendur hafa gras í görðum sínum í meira eða minna mæli. Grasið er oftast sú plöntutegund sem minnsta athygli og umhyggju fær frá hendi garðeigandans. Flestir standa í þeirri meiningu að gras þrífist nánast af sjálfu sér hvar sem er.
Haustlaukar er samnefni yfir þá lauka og hnýði sem sett eru niður að hausti til og blómstra vorið eða sumarið eftir og vonandi sem flest vor þaðan í frá. Áður en snjóa leysir að fullu eru þessir gleðigjafar farnir að skjóta sprotum sínum upp úr jörðinni.
Hnappar eða glóhnappar eru harðgerðar, langlífar, auðræktaðar og fallegar garðplöntur. Allar tegundir blómgast að vori eða fyrri hluta sumars og lífga því verulega upp á garða landsmanna á þeim tíma.
Það er margt jólablómið jólastjarna, jólakaktus, jólabegónía, jólalilja o. m. fl. En í öllu þessu jólablómaflóði gleymist oft sjálf jólarósin (Helleborus niger), hin eina og sanna, sú sem mesta helgin hvílir á og e.t.v. er allra fegurst þessara blóma.
Skógarkerfill er ágeng sveipjurt sem var líklega flutt til Íslands sem skrautplanta upp úr 1920. Hann er hávaxinn og öflugur í samkeppni við þær tegundir sem fyrir eru og getur eytt þeim gróðri sem fyrir er.
Að þessu sinni verður aðallega fjallað um nokkrar tegundir af Liljuætt (Liliaceae)
sem flestar tilheyra keisaraliljuættkvíslinni (Fritillaria).
Sóleyjar af öllum gerðum og stæðrum henta í garða og eru bráðfallegar. Við þekkjum til dæmis hina íslensku sóley sem allir læra um í skólaljóðunum.
Tegundir eru almennt séð auðræktaðar og góðar garðplöntur og margar tegundir hafa verið lengi í ræktun hérlendis. Almennt séð líður þeim best í frjóum, sendnum, meðalrökum moldarjarðvegi í léttum skugga. Það eru þó til háfjallategundir sem ætti að hafa á góðum stað í steinhæðinni og þurfa þær ekki eins frjóan jarðveg, en aftur á móti er góð framræsla algjört frumskilyrði.
Stjörnufíflar bera sannarlega nafn með rentu. Ættkvíslarnafnið ASTER er komið úr grísku og þýðir stjarna. Þetta eru sannkölluð stjörnublóm og geta flokkast undir 5 stjörnu plöntur, afar fallegar og auðræktaðar tegundir.
Í þessari grein verður fjallað um nokkrar tegundir stórra og sterkra fjölæringa. Þær eiga það sammerkt að vera harðgerar, eru nægjusamar og þurfa yfirleitt ekki uppbindingu. Allar eru þær kröftugar og þola að standa á sama stað í áraraðir án þess að þeim sé skipt.
Ættkvíslin er fremur stór og telur um 230 tegundir sem vaxa víðsvegar um heiminn. Flestar tegundir eiga sín heimkynni í S.-Afríku en allnokkrar eru frá Evrópu og Asíu . Margar tegundir eru einærar eða tvíærar og afgangurinn eru síðan fjölærar plöntur en því miður eru margar þeirra oft skammlífar.
Bulbocodium vernum vex upp af litlum lauk eða hnýði og er með allra fyrstu vorblómum, blómstrar á svipuðum tíma og vorboði og vetrargosi, nokkru á undan krókusum og stundum er henni gefið gælunafnið rauði krókusinn".