Málsháttur
Lengi býr að fyrstu gerð.
Fróðleikur
Í greinasafni er að finna margvíslegan fróðleik um ýmislegt sem lýtur að garðyrkju. Greinaflokkar eru valdir hér að neðan. Undir hverjum flokki eru síðan fjölmargar greinar eftir ýmsa höfunda.

Góða skemmtun.
Tré og runnar
Alaskasýprus hefur verið reyndur í nokkur ár, á t.d. í Lystigarðinum, Hallormsstað, Mógilsá, í Skorradal, á Reykjavíkursvæðinu, í Múlakoti og í Fljótshlíð. Hann vex mjög hægt hérlendis og vantar líklega meiri hita. Hann þarf mjög gott skjól og vex ágætlega í hálfskugga af öðrum trjám.

Askur er til margra hluta nytsamlegur og ýmiskonar hjátrú tengist honum.

ÁLMURINN (Ulmus glabra) er af álmsættinni, Ulmaceae og er eina tegundin af þeirri ætt sem eitthvað hefur verið ræktuð að ráði á Íslandi. Heimkynni álmsins eru á Bretlandseyjum og í Mið-Evrópu allt austur í Litlu-Asíu. Álmurinn teygir sig líka norður eftir Evrópu til Noregs en þar má finna stæðileg álmtré allt norður á 67° norðlægrar breiddar

Dvergrósir kallast einu nafni allar þær rósir sem eru 10 til 30 sentimetra háar og bera dvergsmá, fullkomin rósablóm. Þær eru í einu og öllu eftirmynd stórvaxinna (venjulegra) blendingsrósa en blöð þeirra, greinar og blóm eru dvergvaxin og samsvara sér vel. Dvergrósir er hægt að fá í öllum "rósalitunum" og úrvalið er mjög fjölbreytt hvað varðar blómagerð, vaxtarlag og aðra eiginleika sem aðrar blendingsrósir hafa upp á að bjóða.

Baunatré hefur verið mjög lengi í ræktun hérlendis, allt frá því seint á 19. öld. Það er harðgert og hægvaxta, en getur kalið dálítið í uppvextinum. Það reynist betur fyrir norðan og austan, þar sem veðurfar er úrkomuminna og sólríkara. Baunatré er ekki kröfuhart um jarðveg, en vex þó betur í fremur mögrum jarðvegi, gjarnan sendnum og kalkríkum.

Þær eru ekki mjög áberandi í ræktun hérlendis, þótt skilyrði til ræktunar þeirra séu fyrir hendi. Notkun á klifur- og vafplöntum eykst þó stöðugt með auknu framboði gróðrarstöðva. Þær nýtast t.d. til að hylja og skreyta mannvirki sem annars væru ekki til mikillar prýði og skrautgildi þeirra er ótvírætt.

Næfurbjörk er mjög lítið reynd hérlendis ennþá. Hún er til á Akureyri í nokkrum görðum, einnig hefur hún verið dálítið í framleiðslu hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur. Lítil reynsla er komin á aðaltegundina, en líklega þarf hún svipuð skilyrði og björkin okkar í görðum. Nokkur ný kvæmi, sem safnað var í Alaska og Yukon haustið 1985 eru í prófunum á nokkrum stöðum á landinu.

Í grískri goðafræði er sagt frá dóttir fljótaguðsins, hinni bráðfallegu skógardís Daphne sem breyttist í lárviðartré þegar hún reyndi að komast undan áreiti guðsins Apollo. Reyndar hafnaði hún öllum elskhugum.

Víðiættbálkurinn (Salicales) er athyglisverður þó ekki væri nema fyrir þær sakir að hann á nokkra fulltrúa í íslensku flórunni auk fjölmargra tegunda sem ræktaðar eru sem skraut- og skjólbeltaplöntur hérlendis.

Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is