Í greinasafni er að finna margvíslegan fróðleik um ýmislegt sem lýtur að garðyrkju. Greinaflokkar eru valdir hér að neðan. Undir hverjum flokki eru síðan fjölmargar greinar eftir ýmsa höfunda.
Góða skemmtun.
Fljótt á litið er Ísland ekki kjörland til matjurtaræktunar Landfræðileg einangrun og hnattstaða landsins benda til annars. Hins vegar hefur einangrunin ásamt jarðvegsgæðum landsins skapað landinu nokkra sérstöðu. Norðlæg lega og einangrun þýðir einfaldlega að hér eru fá meindýr og sjúkdómar sjaldgæfir í gróðri. Þar að auki er illgresisflóran hér takmarkaðri en t.d. á hliðstæðri breiddargráðu í Evrópu.
"Hugrökk teygist á háum legg, hvönnin fram yfir gljúfravegg." Þannig ávarpar Jón Helgason hvönnina í kvæði sínu "Á Rauðsgili." Flestir þekkja hvönn, hina mikilfenglegu jurt, sem oft verður 1-1,5 m á hæð með afar stór blöð og stóra, grænhvíta blómsveipi. Hvönnin er fræg að fornu og nýju og margir staðir við hana kenndir, t.d Hvanná, Hvanneyri, Hvanngil, Hvannstóð, Hvannalindir, Hvanndalir, Hvanndalabjörg o.fl. o.fl.