Í greinasafni er að finna margvíslegan fróðleik um ýmislegt sem lýtur að garðyrkju. Greinaflokkar eru valdir hér að neðan. Undir hverjum flokki eru síðan fjölmargar greinar eftir ýmsa höfunda.
Góða skemmtun.
1986 - Náttúrufræðistofnun Norðurlands stofnuð.
Á fundi bæjarráðs Akureyrar í fyrradag var samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að Náttúrugripasafnið í bænum og Lystigarðurinn yrðu sameinuð í eina stofnun, Náttúrufræðistofnun Norðurlands og að sameiningin taki gildi um mitt næsta ár.
Helsta breytingin sem þetta felur í sér er að ráðinn verður einn forstöðumaður fyrir stofnunina. Hugmyndin með þessu er einnig að efla starf á sviði náttúruvísinda á Norðurlandi og er reiknað með að stofnunin geti tekið að sér verkefni á vegum ríkis og sveitarfélaga.
Áhugi er á því að leita eftir því við önnur sveitarfélög á Norðurlandi að þau komi inn í stofnunina - taki þátt í starfi hennar að einhverju leyti -
Þessi tillaga verður lögð fyrir bæjarstjórnarfund á þriðjudaginn og reikna verður með því að hún verði samþykkt.
Mbl. 15. nóv. 1986
Til baka