Jón Thoroddsen - Barmahlíð

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Flóra Íslands

a - á - b - d - e - f - g - h - i - í - j - k - l - m - n - ó - r - s - t - u - v - þ - æ
Íslensk heiti Latnesk heiti
Hagabrúða Valeriana sambucifolia ssp. procurrens
Hagafífill Taraxacum spectabile
Hagastör Carex pulicaris
Hagavorblóm (móavorblóm) Draba norvegica
Haugarfi Stellaria media
Haustbrúða (Hauststjarna) Callitriche hermaphroditica
Háliðagras Alopecurus pratensis
Hálíngresi Agrostis capillaris
Hálmgresi Calamagrostis neglecta ssp. neglecta
Hárdepla Veronica officinalis
Hárleggjastör Carex capillaris
Hásveifgras Poa trivialis
Hávingull Schedonorus pratensis
Heiðadúnurt Epilobium hornemannii
Heiðafífill Hieracium lygistodon
Heiðastör Carex heleonastes
Heigulstör Carex glareosa
Helluhnoðri Sedum acre
Hengistör Carex rariflora
Hélublaðka Atriplex longipes ssp. praecox
Hélunjóli Chenopodium album
Héluvorblóm Draba nivalis
Hjallasveifgras Poa x jemtlandica
Hjartafífill Crepis paludosa
Hjartanykra Potamogeton perfoliatus
Hjartarfi Capsella bursa-pastoris
Hjartatvíblaðka Listera cordata
Hjónagrös Pseudorchis straminea ssp. straminea
Hlaðkolla (Gulbrá) Lepidotheca suaveolens
Hlíðableikja Barbarea stricta
Hlíðaburkni Cryptogramma crispa
Hlíðafífill Hieracium thaectolepium
Hlíðamaríustakkur Alchemilla filicaulis subsp. vestita
Hnappstör Carex capitata
Hnoðafræhyrna Cerastium glomeratum
Hnoðamaríustakkur Alchemilla glomerulans
Hnotsörvi Zannichellia palustris
Hnúðsef Juncus bulbosus
Hnúskakrækill Sagina nodosa ssp. borealis
Holtafífill Hieracium microdon
Holtasóley, rjúpnalauf, hárbrúða Dryas octopetala
Holurt Silene uniflora
Horblaðka Menyanthes trifoliata
Hóffífill Tussilago farfara
Hófsóley Caltha palustris
Hrafnafífa (einhneppa) Eriophorum scheuchzeri
Hrafnaklukka Cardamine pratensis ssp. angustifolia
Hrafnastör Carex saxatilis
Hreistursteinbrjótur Saxifraga foliolosa
Hrímblaðka Atriplex glabriuscula
Hrísastör Carex adelostoma
Hrossanál Juncus arcticus
Hrútaber (Hrútaberjaklungur) Rubus saxatilis
Hundasúra Rumex acetosella ssp. arenicola
Húsapuntur Elytrigia repens
Hveraaugnfró Euphrasia calida
Hvítmaðra Galium normanii
Hvítsmári (Smári, Sápublóm, Hrútafífill) Trifolium repens
Hvítstör Carex bicolor
Hærufífill Hieracium leucodetum
Höskollur Sanguisorba alpina
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: bjorgvin@akureyri.is