Jón Thoroddsen - Barmahlíð

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Flóra Íslands

a - á - b - d - e - f - g - h - i - í - j - k - l - m - n - ó - r - s - t - u - v - þ - æ
Íslensk heiti Latnesk heiti
Kattarjurt Rorippa islandica
Kattartunga Plantago maritima -
Keldustör Carex paupercula
Kirtilaugnfró Euphrasia stricta var. tenuis
Kisugras Myosotis discolor
Kjarrhveiti Elymus alopex
Kjarrsveifgras Poa nemoralis
Klappadúnurt Epilobium collinum
Klettaburkni Asplenium viride
Klettafrú (Þúsundyggðajurt) Saxifraga cotyledon
Klóelfting Equisetum arvense ssp. arvense
Klófífa (marghneppa) Eriophorum angustifolium
Klukkublóm Pyrola minor
Knjáliðagras Alopecurus geniculatus
Knjápuntur Danthonia decumbens
Kollstör Carex macloviana
Kornasteinbrjótur Saxifraga granulata
Kornsúra, (Túnblaðka) Bistorta vivipara
Krossfífill Senecio vulgaris
Krossjurt Melampyrum sylvaticum
Krossmaðra Galium boreale
Krummalyng Empetrum nigrum ssp. hermaphroditum
Krækilyng Empetrum nigrum ssp. nigrum
Kræklurót Corallorhiza trifida
Kúmen Carum carvi
Kvíslfífill Hieracium magnidens
Kögurfífill Hieracium phrixoclonum
Köldugras Polypodium vulgare
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is