Í morgunsárið - Ragna Sigurðardóttir
Í morgunsárið greiðir hún sér með trékambi. Hægt með föstum
strokum. Vöxturinn er svo mikill að hana kitlar í svörðinn. Hún
strýkur hendinni yfir gróðurinn. Finnur blóm springa út undir
fingurgómunum. Sóleyjar og baldursbrár. Hún leggur kambinn frá
sér. Fer út í garðinn og krýpur. Kippir upp kartöflugrösum. Rótar og
grefur með berum höndum. Djúpt ofan í moldinni finnur hún sætar og
safaríkar appelsínur.
Flóra Íslands

a - á - b - d - e - f - g - h - i - í - j - k - l - m - n - ó - r - s - t - u - v - þ - æ
Íslensk heiti Latnesk heiti
Vallafífill Hieracium cretatum
Vallarfoxgras Phleum pratense
Vallarrýgresi Lolium perenne
Vallarsúra Rumex acetosa ssp. islandicus
Vallarsveifgras Poa pratensis
Vallarsveifgras Poa pratensis ssp. alpigena
Vallelfting Equisetum pratense
Vallhumall Achillea millefolium
Vallhumall Achillea millefolium f. rosea
Vallhæra Luzula multiflora ssp. multiflora
Varmadepla Veronica persica
Varpafitjungur Puccinellia coarctata
Varpasveifgras Poa annua
Varpatvítönn Lamium amplexicaule
Vatnalaukur Isoëtes lacustris
Vatnamari Myriophyllum sibiricum
Vatnamynta Mentha aquatica
Vatnsliðagras Alopecurus aequalis
Vatnsnafli Hydrocotyle vulgaris
Vatnsnarfagras Catabrosa aquatica
Vatnsnál Eleocharis palustris
Vatnsögn Tillaea aquatica
Vegarfi Cerastium fontanum ssp. fontanum
Vegarfi Cerastium fontanum ssp. vulgare
Vetrarblóm (Lambarjómi) Saxifraga oppositifolia
Vetrarkvíðastör Carex chordorrhiza
Viðja Salix myrsinifolia ssp. borealis
Villilaukur Allium oleraceum
Villilín Linum catharticum
Vinafífill Hieracium stroemfeltii
Vorbrúða (Vorstjarna). Callitriche palustris
Vorperla Draba verna
Vorstör Carex caryophyllea
Vætudúnurt Epilobium ciliatum ssp. ciliatum
Vætuskúfur Eleocharis uniglumis
Völudepla Veronica chamaedrys
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is