Jón Helgason - úr ljóðinu Á Rauðsgili Hugrökk teygist á háum legg
hvönnin fram yfir gljúfravegg,
dumbrauðu höfði um dægrin ljós
drúpir hin vota engjarós.
|
Ættkvísl |
|
Ajuga |
|
|
|
Nafn |
|
pyramidalis |
|
|
|
Höfundur |
|
Linnaeus, Sp. Pl., 561. 1753. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Lyngbúi |
|
|
|
Ætt |
|
Lamiaceae (Varablómaætt) |
|
|
|
Samheiti |
|
|
|
|
|
Lífsform |
|
Fjölær |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Lynglautir, kjarr og graslendi. Mjög sjaldgæf. Finnst m.a. austur á Héraði. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Blár-bláfjólublár |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Júní-júlí |
|
|
|
Hæð |
|
0.1-0.15 m |
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Léttskriðul, fjölær 10-15 sm jurt með ógreindum, grófum, kafloðnum stönglum. |
|
|
|
Lýsing |
|
Laufblöðin stilkstutt, hærð, 10-15 sm á lengd, nær heilrend og mjókka jafnt niður að stilknum.
Blómin eru blá, varaskipt. Blómskipun þéttblöðótt. Krónupípan 10-15 mm löng, blómginið loðið, neðri vörin fjórflipuð og efri vörin örstutt. Fræflar fjórir, frævan með einum stíl. Blómin, krossgagnstæð og svo þétt að sprotinn virðist ferstrendur. Stoðblöð blómanna tungulaga, loðin, miklu lengri (2-3 sm) en blómin. Blómgast í júní-júlí.
LÍK/LÍKAR: Engar. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Vex best í hálfskugga en einnig í sól ef nægur raki er til staðar. Þolir flestar gerðir jarðvegs, jafnvel mjög snauðan en tryggja verður góða framræslu. |
|
|
|
Heimildir |
|
1,2,3,9 |
|
|
|
Reynsla |
|
|
|
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
Mjög sjaldgæfur á Íslandi, aðeins á takmörkuðu svæði norðan til á Austfjörðum
Önnur náttúrleg heimkynni: Evrópa (til fjalla mest) |
|
|
|
|
|