Þuríður Guðmundsdóttir - Rætur
Ég geng um skrúðgarða borgar
og blómin horfa á mig
litríkum framandi augum
og ilmur þeirra er alltaf nýr

Í fjarska situr fölblá gleymmérei
á fötum lítils barns

Því blágresi, holtasóley og steinbrjótur
voru blóm bernsku minnar

Og rætur þeirra
verða alltaf mínar

Alchemilla glomerulans
Ættkvísl   Alchemilla
     
Nafn   glomerulans
     
Höfundur   Buser, Bull. Herb. Boissier 1(6, App.II): 30. 1893
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Hnoðamaríustakkur
     
Ætt   Rosaceae (Rósaætt)
     
Samheiti   Alchemilla glacialis Ósk.; Alchemilla vulgaris subsp. glomerulans (Buser) Murb.; Alchemilla vulgaris subsp. glomerulans (Buser) O.Bolòs & Vigo;
     
Lífsform  
     
Kjörlendi   Vex í blómlendi og röku vallendi. Fremur sjaldséð
     
Blómlitur  
     
Blómgunartími  
     
Hæð  
     
 
Hnoðamaríustakkur
Vaxtarlag   Hann er afar líkur venjulegum maríustakk en er þó að jafnaði töluvert hærri og gjarnan ljósgrænni á lit og vex gjarnan heldur hærra til fjalla.
     
Lýsing   Stönglar, blaðstilkur og blöðkur með aðlæg hár. Blaðkan stór og oftast ljósgræn. Blaðskerðingar 1/6-1/8 af þvermáli blöðkunnar á dýpt. Í sólskini glitrar skemmtilega á aðhærðu hárin á efra borði blaðka. Blómhnoðin mörg og smá á stuttum blómstilkum. Bikarinn hárlaus eða mjög lítið hærður. Vex hærra til fjalla en hinar tegundirnar. Lík/likar: Líkist bæði maríustakk og hlíðamaríustakk. Má greina á hæringu blaðstilka og blómstöngla. Blaðstilkarnir eru greinilega aðhærðir, þ.e. hárin liggja upp að stilknum á hnoðamaríustakk en standa hornrétt út frá stilknum á maríustakk og hlíðamaríustakk.
     
Jarðvegur   Fremur frjór, meðalrakur og vel framræstur.
     
Heimildir   9, Hkr.
     
Reynsla  
     
     
Útbreiðsla   All algengur um land allt, oft allhátt til fjalla. Önnur náttúruleg heimkynni: Evrópa allt norður til Svalbarða. Finnst einnig á Grænlandi og í N Ameríku skv. USDA.
     
Hnoðamaríustakkur
Hnoðamaríustakkur
Hnoðamaríustakkur
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is