Þuríður Guðmundsdóttir - Rætur Ég geng um skrúðgarða borgar
og blómin horfa á mig
litríkum framandi augum
og ilmur þeirra er alltaf nýr
Í fjarska situr fölblá gleymmérei
á fötum lítils barns
Því blágresi, holtasóley og steinbrjótur
voru blóm bernsku minnar
Og rætur þeirra
verða alltaf mínar
|
Ættkvísl |
|
Alchemilla |
|
|
|
Nafn |
|
glomerulans |
|
|
|
Höfundur |
|
Buser, Bull. Herb. Boissier 1(6, App.II): 30. 1893 |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Hnoðamaríustakkur |
|
|
|
Ætt |
|
Rosaceae (Rósaætt) |
|
|
|
Samheiti |
|
Alchemilla glacialis Ósk.; Alchemilla vulgaris subsp. glomerulans (Buser) Murb.; Alchemilla vulgaris subsp. glomerulans (Buser) O.Bolòs & Vigo; |
|
|
|
Lífsform |
|
|
|
|
|
Kjörlendi |
|
Vex í blómlendi og röku vallendi. Fremur sjaldséð |
|
|
|
Blómlitur |
|
|
|
|
|
Blómgunartími |
|
|
|
|
|
Hæð |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Hann er afar líkur venjulegum maríustakk en er þó að jafnaði töluvert hærri og gjarnan ljósgrænni á lit og vex gjarnan heldur hærra til fjalla. |
|
|
|
Lýsing |
|
Stönglar, blaðstilkur og blöðkur með aðlæg hár. Blaðkan stór og oftast ljósgræn. Blaðskerðingar 1/6-1/8 af þvermáli blöðkunnar á dýpt. Í sólskini glitrar skemmtilega á aðhærðu hárin á efra borði blaðka.
Blómhnoðin mörg og smá á stuttum blómstilkum. Bikarinn hárlaus eða mjög lítið hærður.
Vex hærra til fjalla en hinar tegundirnar.
Lík/likar: Líkist bæði maríustakk og hlíðamaríustakk. Má greina á hæringu blaðstilka og blómstöngla. Blaðstilkarnir eru greinilega aðhærðir, þ.e. hárin liggja upp að stilknum á hnoðamaríustakk en standa hornrétt út frá stilknum á maríustakk og hlíðamaríustakk. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Fremur frjór, meðalrakur og vel framræstur. |
|
|
|
Heimildir |
|
9, Hkr. |
|
|
|
Reynsla |
|
|
|
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
All algengur um land allt, oft allhátt til fjalla.
Önnur náttúruleg heimkynni: Evrópa allt norður til Svalbarða. Finnst einnig á Grænlandi og í N Ameríku skv. USDA. |
|
|
|
|
|