Ólafur Jóhann Sigurđsson - Á vordegi
Grundin eignast gullinn fífil,
geislafingur hlýir strjúka
lambakóng með lítinn hnýfil,
lambagrasið rauða og mjúka.

Vappar tjaldur, vellir spói,
verpir í broki mýrispýta.
Bráðum kveikir fenjaflói
fífublysið mjallahvíta.

Bráðum mun í morgunstillu
meðan þokan kveður dranga
ljósberi hjá lágri syllu
lyfta kolli til að anga.

Blíða daga, bjartar nætur
bugðast á með tærum hyljum
eftir laut sem litlir fætur
lásu forðum berum iljum.


Antennaria alpina
Ćttkvísl   Antennaria
     
Nafn   alpina
     
Höfundur   (L.) Gaertner, Fruct. Sem. Pl. 2 : 410, tab. 167 (1791)
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Fjallalójurt
     
Ćtt   Asteraceae (Körfublómaćtt)
     
Samheiti   Antennaria alpina (L.) Gaertn. var. canescens (Lange) Trautv.; Antennaria alpina (L.) Gaertn. var. compacta (Malte) Welsh; Antennaria alpina (L.) Gaertn. var. glabrata J. Vahl; Antennaria alpina (L.) Gaertn. var. intermedia Rosenv.; Antennaria alpina (L.) Gaertn. var. stolonifera (Porsild) Welsh; Antennaria alpina (L.) Gaertn. var. ungavensis Fern.; Antennaria arenicola Malte; Antennaria atriceps Fern.; Antennaria bayardii Fern.; Antennaria boecheriana Porsild; Antennaria borealis Greene; Antennaria brunnescens Fern.; Antennaria cana (Fern. & Wieg.) Fern.; Antennaria canescens (Lange) Malte; Antennaria canescens (Lange) Malte subsp. porsildii (Ekman) A.& D. Löve; Antennaria canescens (Lange) Malte var. pseudoporsildii Böcher; Antennaria columnaris Fern.; Antennaria compacta Malte; Antennaria confusa Fern.; Antennaria crymophila Porsild; Antennaria foggii Fern.; Antennaria friesiana (Trautv.) Ekman subsp. compacta (Malte) Hultén; Antennaria glabrata (J. Vahl) Greene; Antennaria groenlandica Porsild; Antennaria hansii Kern.; Antennaria intermedia (Rosenv.) A.E. Pors.; Antennaria labradorica Nutt.; Antennaria longii Fern.; Antennaria media Greene subsp. compacta (Malte) Chmielewski; Antennaria pallida E. Nels.; Antennaria pedunculata Porsild; Antennaria porsildii Ekman; Antennaria sornborgeri Fern.; Antennaria stolonifera Porsild; Antennaria subcanescens Ostenf. ex Malte; Antennaria ungavensis (Fern.) Malte; Antennaria vexillifera Fern.; Antennaria wiegandii Fern.; Gnaphalium alpinum L.
     
Lífsform   Fjölćr
     
Kjörlendi   Vex á melkollum og ţurrum brekkum á láglendi eđa í grýttum jarđvegi til fjalla.
     
Blómlitur   Gráhvítur
     
Blómgunartími   Júní-júlí
     
Hćđ   0.05-0.12 m
     
 
Fjallalójurt
Vaxtarlag   Stönglar og blađsprotar yfirleitt margir á sama jarđstöngli, stönglar uppréttir, blöđóttir, lóhćrđir, ógreindir upp ađ blómskipun, 5-12 sm á hćđ.
     
Lýsing   Flest blöđin stofnstćđ í hvirfingu, spađalaga eđa öfugegglaga, snubbótt, frambreiđ (2-3 mm) međ stuttum broddi í endann. Stöngulblöđin lensulaga. Öll blöđin hvítlóhćrđ, einkum á neđra borđi. Körfur nokkrar saman í sveipleitum skúf á stöngulendum. Blómin einkynja í sérbýli, mörg saman í litlum (5 mm), ţéttstćđum körfum sem líkjast brúsk af gráum hárum. Reifablöđin 3-5 mm löng, grćn viđ fótinn en brúnleit eđa svarbrún ofan til, lensulaga. Krónan gul á karlblómum en purpurarauđ á kvenblómum, um 3-4 mm á lengd, umkringd fjölmörgum hvítum hárum (svifkrans). Stíllinn stendur upp úr krónupípunni á kvenblómunum. Frćni klofin. Hérlendis er ađallega um kvenplöntur ađ rćđa. Blómgast í júní. LÍK/LÍKAR: Grámulla. Fjallalójurt auđţekkt í blóma og hún vex heldur aldrei í snjódćldum eins og grámullan. Óblómguđ eintök má greina á ţví ađ blöđ fjallalójurtar eru spađalaga eđa öfugegglaga, snubbótt en á grámullu eru ţau nćr striklaga og ydd.
     
Jarđvegur   Léttur og vel framrćstur. Sólelsk.
     
Heimildir   1,2,3,9
     
Reynsla  
     
     
Útbreiđsla   Fremur sjaldgćf jurt sem vex á allmörgum stöđum viđ landrćna loftslagiđ norđan Vatnajökuls, frá láglendi viđ Eyjafjörđ upp ađ jöklum. Önnur náttúruleg heimkynni: Norđurhvel, N Ameríka
     
Fjallalójurt
Fjallalójurt
Fjallalójurt
Fjallalójurt
Fjallalójurt
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is