Páll Ólafsson, Ljóđiđ Vetrarkveđja
Margt er gott að muna þér
þó mér þú fyndist langur.
Farðu vel, þú færðir mér
fögnuð bæði og angur.

Þó að nísti frostið fast
og fölni grænir hagar
eftir þetta kuldakast
koma betri dagar.
Epilobium lactiflorum
Ćttkvísl   Epilobium
     
Nafn   lactiflorum
     
Höfundur   Hausskn., Oesterr. Bot. Z. 29: 89 (1879)
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Ljósadúnurt
     
Ćtt   Onagraceae (Eyrarrósarćtt)
     
Samheiti   Epilobium hornemannii var. lactiflorum (Hausskn.) D.Löve
     
Lífsform   Fjölćr jurt
     
Kjörlendi   Vex í rökum jarđvegi, í grónum urđum, móum og í skuggsćlum giljur, klettum og rökum bollum til fjalla.
     
Blómlitur   Hvítur međ bleikum blć
     
Blómgunartími   Júní-júlí
     
Hćđ   0.08-0.35 m
     
 
Ljósadúnurt
Vaxtarlag   Stönglar strendir, uppréttir eđa skástćđir, blöđóttir og oftast međ mjóum, hćrđum rákum. Dálítiđ breytileg hvađ hćđ varđar og getur veriđ frá 8-35 sm á hćđ og jafnvel hćrri viđ bestu ađstćđur.
     
Lýsing   Blöđin eru hárlaus, smátennt eđa heilrend, stuttstilkuđ og gagnstćđ upp fyrir miđjan stöngul, sporbaugótt eđa oddbaugótt, egglaga, snubbótt eđa ávöl í enda, 1,5-3 sm á lengd, 6-12 mm á breidd. Efstu blöđin heilrendari, öll minni og mjórri og ţá gjarnan langegglaga eđa lensulaga. Blómin eru fjórdeild, lítil, hvít međ bleikum blć. Krónan 3-5 mm á lengd. Bikarinn ljósleitur, lítiđ eitt styttri. Frćflar 8 og ein fjórblađa frćva, 3-5 sm á lengd. Frćniđ kylfulaga, óskipt. Aldiniđ klofnar í fjóra renninga viđ ţroskun. Hýđin hárlaus eđa ţví sem nćst. Frćin međ hvítum svifhárum. Blómgast í júní-júlí. LÍK/LÍKAR: Auđţekkt frá öđrum dúnurtum á hvítum blómum og ljósum og lítt rauđmenguđum stönglum og blöđum.
     
Jarđvegur  
     
Heimildir   1,2,3,9, HKr
     
Reynsla  
     
     
Útbreiđsla   Nokkuđ algeng og vex á strjálingi hér og ţar um landiđ. Algengari norđanlands en sunnan og ófundin í regnskugganum norđan Vatnajökuls. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Temprađa Asía, N og A Evrópa, N Ameríka, Grćnland, Kanada
     
Ljósadúnurt
Ljósadúnurt
Ljósadúnurt
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is