Málsháttur
Eigi fellur tré við hið fyrsta högg.
Geranium sylvaticum
Ćttkvísl   Geranium
     
Nafn   sylvaticum
     
Höfundur   Linnaeus, Sp. Pl.: 681. 1753.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Blágresi (storkablágresi, litunargras)
     
Ćtt   Geraniaceae (Blágresisćtt)
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölćr jurt
     
Kjörlendi   Vex í bollum og hvömmum, í giljum og hlíđum, skóglendi og snjódćldum til fjalla. Verđur stćrst í friđuđu kjarr- eđa blómlendi.
     
Blómlitur   Fjólublár
     
Blómgunartími   Júní-ágúst
     
Hćđ   0.20-0.70 m
     
 
Blágresi  (storkablágresi, litunargras)
Vaxtarlag   Gáróttir, blöđóttir stönglar vaxa upp af skriđulum jarđstönglum, 20-50 (-70) sm á hćđ. Ein fegursta og stćrsta skrautjurt landsins.
     
Lýsing   Blöđin stór, 5-7 handskipt međ flipóttum og tenntum blađhlutum. Efri hluti stönguls og bikarblöđ eru kirtilhćrđ. Stofnblöđin á löngum stilk, gishćrđ, djúpt handskipt, fliparnir margskertir og tenntir. Blómin fjólublá međ fimm stórum krónublöđum, 1,5-2,5 sm í ţvermál. Krónublöđin stundum hvít eđa rósrauđ (f. albiflora, f. rubriflora). Krónan lausblađa. Bikarblöđin grćn međ breiđum himnufaldi, broddydd međ 2-3 mm löngum broddi. Frćflar 10. Einn stíll međ fimmskiptu frćni. Aldin međ langa trjónu sem klofnar viđ ţroska í fimm rćmur er vefjast upp í sveig neđan frá og fylgir hverjum hluta eitt frć. Blómgast í júní. Blágresiđ er í eđli sínu skógarjurt, og hefur eflaust veriđ miklu útbreiddara á međan birki- og víđikjarr klćddi landiđ. Ţađ hefur einkum ţraukađ í dćldum, ţar sem snjórinn veitir ţví skjól á vetrum. LÍK/LÍKAR: Engar.
     
Jarđvegur  
     
Heimildir   1,2,3,9, HKr
     
Reynsla   ?Seyđi af blöđum er sagt eyđa blöđrusteini og hvítum klćđaföllum og ţykir gott viđ niđurgangi. Einnig má lita svart međ blöđum, séu ţau sođin međ sortu (rotnađar plöntuleifar í mýrum) eins og nafniđ sortugras bendir til. Litunargras er dregiđ af ţví, ađ fyrrum var litađ blátt međ jurtinni, en ađferđin gleymdist ţegar indígó var flutt til landsins. Stutt lýsing á ţví er ţó í Gandreiđ Jóns Dađasonar (1606-1676).? (Ág.H.)
     
     
Útbreiđsla   Nokkuđ algengt um mestan hluta landsins. Oft sem undirgróđur í birkiskógum landsins og víđa í skólsćlum brekkum og hvömmum eđa snjódćldum til fjalla. Finnst ţađ alloft upp í 700 m hćđ á hálendinu. Einna algengast á Austurlandi. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa, temp. Asía og ílend í N Ameríku
     
Blágresi  (storkablágresi, litunargras)
Blágresi  (storkablágresi, litunargras)
Blágresi  (storkablágresi, litunargras)
Blágresi  (storkablágresi, litunargras)
Blágresi  (storkablágresi, litunargras)
Blágresi  (storkablágresi, litunargras)
Blágresi  (storkablágresi, litunargras)
Blágresi  (storkablágresi, litunargras)
Blágresi  (storkablágresi, litunargras)
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is