Ólafur Jóhann Sigurđsson - Á vordegi
Grundin eignast gullinn fífil,
geislafingur hlýir strjúka
lambakóng með lítinn hnýfil,
lambagrasið rauða og mjúka.

Vappar tjaldur, vellir spói,
verpir í broki mýrispýta.
Bráðum kveikir fenjaflói
fífublysið mjallahvíta.

Bráðum mun í morgunstillu
meðan þokan kveður dranga
ljósberi hjá lágri syllu
lyfta kolli til að anga.

Blíða daga, bjartar nætur
bugðast á með tærum hyljum
eftir laut sem litlir fætur
lásu forðum berum iljum.


Juncus castaneus
Ćttkvísl   Juncus
     
Nafn   castaneus
     
Höfundur   Smith, Fl. Brit. 1: 383. 1800.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Dökkasef
     
Ćtt   Juncaceae (Sefćtt)
     
Samheiti   Juncus castaneus var. pallidus (Hooker ex Buchenau) B. Boivin; J. castaneus subsp. leucochlamys (N. W. Zinger. ex V. I. Kreczetowicz) Hultén; J. leucochlamys N. W. Zinger ex V. I. Kreczetowicz
     
Lífsform   Fjölćr (einkímblöđungur)
     
Kjörlendi   Vex í mýrum, flögum, viđ lćki eđa vatnslitlar uppsprettur.
     
Blómlitur  
     
Blómgunartími   Júní-júlí
     
Hćđ   0.10 - 0.30 cm
     
 
Dökkasef
Vaxtarlag   Jarđstönglar stuttir og grófir međ uppréttum, allgrófum stofnblöđum. Stráin gróf međ rennulaga blöđum og einu eđa stundum tveim eđa ţrem fjölblóma öxum, sem eru hvert ofan viđ annađ, 10-30 sm á hćđ.
     
Lýsing   Blöđin sterkleg, rennulaga, 1-2,5 mm breiđ. Stođblađiđ stinnt og upprétt og nćr upp fyrir axiđ. Blómhnođum stór, eitt til tvö, 5-10 blóma, ţađ efra minna en hiđ neđra. Blómhlífin 6-blađa. Blómhlífarblöđin dökkbrún, oddmjó. Frćflar 6 međ gulgrćna frjóhnappa. Stuttur stíll međ ţrískiptu frćni. Hýđiđ gljáandi dökkbrúnt, mun lengra en blómhlífarblöđin, 5-8 mm á lengd međ greinilegri trjónu. Blómgast í júní-júlí. 2n = 40, 60. LÍK/LÍKAR: Engar.
     
Jarđvegur  
     
Heimildir   1,2,3,9, HKr, http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=1&taxon_id=222000110; http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=2&taxon_id=222000110
     
Reynsla  
     
     
Útbreiđsla   Fremur sjaldgćf og víđa ófundin á suđur- og vesturlandi, en nokkuđ víđa í öđrum landshlutum. Algengust á Austurlandi. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Grćnland, Evrópa, Asía, N Ameríka.
     
Dökkasef
Dökkasef
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is