Jón Thoroddsen - Barmahlíđ

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Linum catharticum
Ćttkvísl   Linum
     
Nafn   catharticum
     
Höfundur   Linnaeus, Sp. Pl. : 281, (1753)
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Villilín
     
Ćtt   Linaceae (Línćtt)
     
Samheiti  
     
Lífsform   Einćr jurt
     
Kjörlendi   Vex í grasbrekkum, gilkinnungum og ţurrum móum.
     
Blómlitur   Hvítur
     
Blómgunartími   Júlí-ágúst
     
Hćđ   0.10-0.30 (-0.50) m
     
 
Villilín
Vaxtarlag   Einćr, fínger planta 10-30 sm á hćđ. Stönglar grannir, uppréttir eđa uppsveigđir, gisblöđóttir, seigir og greinast ofarlega í margkvíslađan blómskúf.
     
Lýsing   Blöđin gagnstćđ, heilrend, hárlaus, , 6-10 mm á lengd, mjóoddbaugótt eđa lensulaga. Blómin fimmdeild, hvít međ gulum deplum neđst á hverju krónublađi, lítil á löngum blómleggjum, allmörg á hverri plöntu í gisnum kvíslskúf. Krónublöđin um 4 mm á lengd. Bikarblöđin 2,5-3 mm á lengd, međ kirtla á röndunum, grćn, skarpydd og međ skörpum kili. Frćflar fimm og ein frćva, stíllinn fimmskiptur ofan til. Aldiniđ nćr hnöttótt hýđi. Blómgast í júlí-ágúst. LÍK/LÍKAR: Engar.
     
Jarđvegur  
     
Heimildir   2,3,9,HKr
     
Reynsla   "Jurtin er beisk á bragđiđ. Var áđur nefnd laxerlín eđa laxerurt, enda sögđ örva hćgđir vćri seyđi af rótinni drukkiđ svo tebollum skipti tvisvar á dag." (Ág.H.)
     
     
Útbreiđsla   Algengt um neđri hluta Suđurlands, á Skarđsströnd, viđ Eyjafjörđ, á Fljótsdalshérađi og hluta af Austfjörđum. Ófundiđ utan ţessara svćđa. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Afríka, temp. Asía, Evrópa, N Ameríka og sem slćđingur víđar.
     
Villilín
Villilín
Villilín
Villilín
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is