Hulda - Úr ljóđinu Sorg
Þar sem blóm í laufalautum
ljúfu máli saman tala,
sem að ást og angur skilja, ?
blágresi og burknar grannir,
brönugrös og músareyra,
ljósberi og lækjarstjarna,
litlar fjólur, æruprísar,
gullmura og gleym-mér-eigi, ?
vildi ég mega minnast þín.
Tripleurospermum maritimum ssp. phaeocephalum
Ćttkvísl   Tripleurospermum
     
Nafn   maritimum
     
Höfundur   (L.) W.D.J. Koch.
     
Ssp./var   ssp. phaeocephalum
     
Höfundur undirteg.   (Rupr.) Hämet-Ahti
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Baldursbrá
     
Ćtt   Asteraceae (Körfublómaćtt)
     
Samheiti   Matricaria ambigua auct. Amer. Matricaria inodora var. phaeocephala Rupr. (basionym) Matricaria maritima subsp. phaeocephala (Rupr.) Rauschert Tripleurospermum phaeocephalum (Rupr.) Pobed.
     
Lífsform   Fjölćr
     
Kjörlendi   Vex á haugum, hlađvörpum og ýmiskonar röskuđum svćđum en einnig í fjörusandi. Mjög algeng viđ bóndabći og í ţéttbýli.
     
Blómlitur   Hvítur, gulur hvirfill
     
Blómgunartími   Júlí-ágúst
     
Hćđ   0.10-0.70 m
     
 
Baldursbrá
Vaxtarlag   Uppréttir eđa skástćđir, greindir stönglar, oft međ uppsveigđum blađsprotum, 10-70 sm á hćđ. Stönglar og greinar gárađar.
     
Lýsing   Blöđin eru tvífjađurskipt međ margskiptum smáblöđum, smábleđlar ţeirra eru striklaga og örmjóir. Blómskipun karfa. Körfur stórar og fjölmargar í hálfsveip efst á stönglum, 3-5 sm í ţvermál. Geislakrónur hvítar, 3-5 mm á breidd og 1,5-2 sm á lengd, útbreiddar og yfirleitt ţrítenntar ađ framan. Hvirfilblómin eru gular pípukrónur á kúptum botni. Reifablöđ aflöng, grćn međ dökkbrúnum eđa svörtum, himnukenndum jađri. Blómgast í júlí. LÍK/LÍKAR: Freyjubrá & hlađkolla. Freyjubrá hefur mjög líkar blómkörfur en ađeins eina á hverjum stöngli. Ţekkist einnig á ţví ađ blöđin eru fjađursepótt eđa tennt en ekki fjađurskipt. Hlađkollan er minni en međ áţekk blöđ og ţekkist auđveldlega á ţví ađ hún er bara međ gul hvirfilblóm en enga geisla í körfunni.
     
Jarđvegur  
     
Heimildir   1,2,3,9, HKr
     
Reynsla   "Tegundin er ein ţekktasta lćkningaplantan. Einkum var hún notuđ viđ kvensjúkdómum eins og nöfnin fuđarjurt og móđurjurt gefa til kynna (matricaria komiđ af matrix, leg; skylt mater, móđir "sbr. eldra nafn Matricaria maritima"). Hún átti ađ leiđa tíđir kvenna og leysa dautt fóstur frá konum, eftirburđ og stađiđ blóđ. Viđ tannpínu skyldi leggja marđa baldursbrá á eyrađ ţeim megin sem verkurinn var. Ađ auki ţótti te af blöđum og blómum svitadrífandi, ormdrepandi og hjartastyrkjandi." (Ág. H.)
     
     
Útbreiđsla   Algeng um land allt - sérstaklega á láglendi. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Temp. Asía, Evópa, N Ameríka.
     
Baldursbrá
Baldursbrá
Baldursbrá
Baldursbrá
Baldursbrá
Baldursbrá
Baldursbrá
Baldursbrá
Baldursbrá
Baldursbrá
Baldursbrá
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is