Jón Thoroddsen - Barmahlíđ

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Poa x jemtlandica
Ćttkvísl   Poa
     
Nafn   x jemtlandica
     
Höfundur   (Almq.) K. Richter
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Hjallasveifgras
     
Ćtt   Poaceae (Grasaćtt)
     
Samheiti   Poa alpina L. subsp. jemtlandica Almq.; Poa alpina v. jemtlandica
     
Lífsform   Fjölćr grastegund (einkímblöđungur)
     
Kjörlendi   Vex á melum og í skriđum hátt til fjalla.
     
Blómlitur  
     
Blómgunartími   Júlí-ágúst
     
Hćđ   0.05-0.20 m
     
 
Hjallasveifgras
Vaxtarlag   Lágvaxin bláleit, blađgróin grastegund.
     
Lýsing   Blendingur fjallasveifgrass (Poa alpina) & lotsveifgrass (Poa flexuosa). Finnst uppi á hálendinu á N og austurlandi. Blađgróin tegund. Ţađ hefur blađgróinn punt, minnir einna helzt á fjallasveifgras, en punturinn er heldur minni, og ćtíđ ofturlítiđ lotinn. Laufblöđin eru mjórri en á fjallasveifgrasi. Hjallasveifgras hefur einkum fundizt á hálendinu norđan Vatnajökuls í nágrenni Snćfells, og einnig í fjalllendi útsveita á Norđausturlandi. Einnig er ţađ nokkuđ víđa í fjalllendi Tröllaskaga, og hefur vestast fundizt uppi viđ Snćfellsjökul.(H.Kr). 2n=ca. 36
     
Jarđvegur  
     
Heimildir   9, HKr
     
Reynsla  
     
     
Útbreiđsla   Sjaldgćft, en fundiđ á víđ og dreif um landiđ norđan- og austanvert. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: N Evrópa (Noregur, Svíţjóđ, England, Írland)
     
Hjallasveifgras
Hjallasveifgras
Hjallasveifgras
Hjallasveifgras
Hjallasveifgras
Hjallasveifgras
Hjallasveifgras
Hjallasveifgras
Hjallasveifgras
Hjallasveifgras
Hjallasveifgras
Hjallasveifgras
Hjallasveifgras
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is