Í morgunsáriđ - Ragna Sigurđardóttir
Í morgunsárið greiðir hún sér með trékambi. Hægt með föstum
strokum. Vöxturinn er svo mikill að hana kitlar í svörðinn. Hún
strýkur hendinni yfir gróðurinn. Finnur blóm springa út undir
fingurgómunum. Sóleyjar og baldursbrár. Hún leggur kambinn frá
sér. Fer út í garðinn og krýpur. Kippir upp kartöflugrösum. Rótar og
grefur með berum höndum. Djúpt ofan í moldinni finnur hún sætar og
safaríkar appelsínur.
Poa alpina
Ćttkvísl   Poa
     
Nafn   alpina
     
Höfundur   Linnaeus, Sp. Pl. 1: 67. 1753.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Fjallasveifgras
     
Ćtt   Poaceae (Grasaćtt)
     
Samheiti   Poa elbrussica Timpko
     
Lífsform   Fjölćr grastegund (einkímblöđungur)
     
Kjörlendi   Vex í grýttum jarđvegi, í mólendi og klettabeltum.
     
Blómlitur  
     
Blómgunartími   Júní-júlí
     
Hćđ   0.10 - 0.35 m
     
 
Fjallasveifgras
Vaxtarlag   Ţéttţýfđ, renglulaus grastegund, stráin upprétt eđa uppsveigđ, beinvaxin međ mörgum, ţéttstćđum og oftast alllöngum, grćnum eđa visnuđum stofnblöđum, en uppi á stráinu eru blöđin vanalega mjög stutt, 10-35 sm á hćđ.
     
Lýsing   Blöđin á stráinu tiltölulega stutt og breiđ, oddurinn í lögun eins og stefni á bát. Slíđurhimnan oft um 2 mm, blađsprotar innan slíđurs viđ stofninn. Blađslíđrin og stráin eru lík á lit og punturinn. Punturinn keilulaga, gisinn, oftast blađgróinn (Poa alpina f. vivipara L.) og breytilegur ađ lit, grćn- eđa dálítiđ bláleitur, ljósrauđblár eđa dökkfjólublár, 2-8 sm á lengd. Smáöxin tví- til fimmblóma. Allar agnirnar eru breiđegglaga, 3-4 mm međ skörpum kili, oftast fjólubláar, ţrítauga. Neđri blómagnirnar fjólubláar ofan til en grćnar neđan til međ móleitum eđa hvítum himnufaldi. Blómgast í júní-júlí. 2n = 22, 28, 32, 33, 34, 35, 42, 44, 58. Tvö afbrigđi eru hér á landi, var. vivipara L. sem hefur blađgróinn punt, og var. alpina sem ekki er blađgróiđ. Síđarnefnda afbrigđiđ vex einkum á láglendi. LÍK/LÍKAR: Óblađgróiđ fjallasveifgras líkist vallarsveifgrasi en ţekkist á mun breiđari stöngulblöđum, og á ţví ađ ţađ er ekki međ skriđular renglur.
     
Jarđvegur  
     
Heimildir   1,2,3,9, HKr, http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=2&taxon_id=200025982
     
Reynsla  
     
     
Útbreiđsla   Algengt um land allt, síst ţó á láglendi á Suđurlandi. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Kína, Afghanistan, Indland, Japan, Nepal, Rússland, Evrópa, N Ameríka, Grćnland, Tyrkland ov.
     
Fjallasveifgras
Fjallasveifgras
Fjallasveifgras
Fjallasveifgras
Fjallasveifgras
Fjallasveifgras
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is