Jón Thoroddsen - Barmahlíđ

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Stuckenia filiformis
Ćttkvísl   Stuckenia
     
Nafn   filiformis
     
Höfundur   (Pers.) Börner - Fl. deut. Volk. 713. 1912
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Ţráđnykra
     
Ćtt   Potamogetonaceae (Nykrućtt)
     
Samheiti   Coleogeton filiformis (Pers.) Les & R. R. Haynes Potamogeton filiformis Pers. (basionym) Potamogeton fasciculatus Wolfg. Potamogeton juncifolius A. Kern. Potamogeton marinus Fr. Potamogeton setaceus Schumach. Potamogeton filiformis subsp. juncifolius (A. Kern.) Asch. & Graebn. Potamogeton filiformis var. alpinus Blytt Potamogeton marinus var. alpinus Blytt
     
Lífsform   Fjölćr vatnajurt (einkímblöđungur)
     
Kjörlendi   Vex í stöđuvötnum, lygnum ám, grunnum tjörnum og á flćđum.
     
Blómlitur   Óásjáleg blóm
     
Blómgunartími   Júní-júlí
     
Hćđ   0.15-0.50 m
     
 
Ţráđnykra
Vaxtarlag   Fjölćr, einkímblađa vatnajurt, sem vex á kafi ađ öllu eđa einhverju leyti. Stönglar oftast greindur neđan til, 15-50 sm á hćđ/lengd, styttri á flćđum sem vatn fjarar út af en lengri (1-2m) í straumvötnum, t.d. í Laxá í S.-Ţing.
     
Lýsing   Blöđin grćnbrún, löng, ţráđmjó, oft 15-20 sm á lengd og 1 mm á breidd, striklaga eđa ţráđlaga, ekki broddydd, slíđurfćtt, ýmist á kafi eđa fljótandi í yfirborđinu. Blómin tvíkynja, fjórar frćvur og fjórir frćflar. Blómin nokkur saman í ţrem til fimm hnöppum međ 0.5-1 sm millibili á stöngulendum. Axleggir langir, yfirleitt fljótandi í vatnsyfirborđinu og ná töluvert langt upp yfir blöđin. Frćflar međ áföstum grćnmóleitum, kringlóttum bleđlum sem líkjast blómhlíf. Aldin ljósleit, um 1 mm í ţvermál og 2 mm á lengd, trjónulaus. Blómgast í júní-júlí. LÍK/LÍKAR: Smánykra og hnotsörvi. Ţráđnykran hefur mun lengri blöđ en báđar ţessar tegundir og er auđţekkt í blóma á reglulegu bili á milli blómhnođanna.
     
Jarđvegur  
     
Heimildir   1,2,3,9, HKr
     
Reynsla   Listed as Stuckenia filiformis (Pers.) Börner in HKr.
     
     
Útbreiđsla   Algeng um land allt. Finnst hćrra til fjalla en allar ađrar nykrur. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Temp. Asía, N Ameríka, Evrópa, Argentína, Ástralía, Bólivía, Brasilía, Chile, Kosta Ríka, Equador, Eţíópía, Nýja Sjáland, Perú, Súdan, Tansanía, Venesúela ov.
     
Ţráđnykra
Ţráđnykra
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is