Ólafur Jóhann Sigurđsson - Á vordegi
Grundin eignast gullinn fífil,
geislafingur hlýir strjúka
lambakóng með lítinn hnýfil,
lambagrasið rauða og mjúka.

Vappar tjaldur, vellir spói,
verpir í broki mýrispýta.
Bráðum kveikir fenjaflói
fífublysið mjallahvíta.

Bráðum mun í morgunstillu
meðan þokan kveður dranga
ljósberi hjá lágri syllu
lyfta kolli til að anga.

Blíða daga, bjartar nætur
bugðast á með tærum hyljum
eftir laut sem litlir fætur
lásu forðum berum iljum.


Sanguisorba officinalis
Ćttkvísl   Sanguisorba
     
Nafn   officinalis
     
Höfundur   Linnaeus, Sp. pl. 1: 116. 1753
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Blóđkollur
     
Ćtt   Rosaceae (Rósaćtt)
     
Samheiti   Pimpinella officinalis Gaertn. Poterium officinale Benth. & Hook.f. Poterium officinale (L.) A.Gray Sanguisorba baicalensis Popl. Sanguisorba carnea Fisch. ex Link Sanguisorba major Gilib. Sanguisorba microcephala C.Presl Sanguisorba polygama F.Nyl.
     
Lífsform   Fjölćr jurt
     
Kjörlendi   Vex í röku graslendi, grónum brekkum, í giljum og utan í börđum.
     
Blómlitur   Dumbrauđur
     
Blómgunartími   Júlí-ágúst
     
Hćđ   0.14-0.60 m
     
 
Blóđkollur
Vaxtarlag   Jurt međ ţykka jarđstöngla og harđa, stönglar stinnir, gáróttir, uppréttir og blađfáir, greindir ofan til, 15-60 sm á hćđ.
     
Lýsing   Blöđin stakfjöđruđ, hárlaus og blágrćn. Smáblađapör ţrjú til sex, smáblöđin grófsagtennt, hárlaus, ljósblágrćn á neđra borđi, dekkri ofan, snubbótt í endann, stuttstilkuđ međ hjartalaga grunni. Blómin fjórdeild, yfirsćtin, fjölmörg saman í ţéttum hnappi á stöngulendum. Krónublöđin dumbrauđ, oddbaugótt, 3-4 mm löng. Bikarblöđin ljósbrún. Frćflar fjórir og ein frćva međ bognum stíl. Blómgast í júlí-ágúst. LÍK/LÍKAR: Engar.
     
Jarđvegur  
     
Heimildir   1,2,3,9, HKr
     
Reynsla   "Víđkunn lćkningaplanta eins og viđurnafniđ officinalis bendir til (officina ţýđir verkstćđi, en var jafnframt notađ um apótek). Ćttkvíslarheitiđ Sanguisorba er dregiđ af lat. Sanguis=blóđ, og sorbere=drekka í sig. Duft af rótinni stillir blóđrás, sé ţví stráđ í sár, og seyđi af allri plöntunni varnar niđurgangi (lífsýki)". (Ág.H.)
     
     
Útbreiđsla   Sjaldgćfur, fundinn á nokkru svćđi á Suđvesturlandi frá Borgarfirđi ađ Ölfusá, einnig á Snćfellsnesi, annars ađeins sem slćđingur í ţéttbýli. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: N Evrópa, N Asía (til Kamchatka og Japan), Kyrrahafsströnd N Ameríku.
     
Blóđkollur
Blóđkollur
Blóđkollur
Blóđkollur
Blóđkollur
Blóđkollur
Blóđkollur
Blóđkollur
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is