Jón Thoroddsen - Barmahlíđ

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Sanguisorba officinalis
Ćttkvísl   Sanguisorba
     
Nafn   officinalis
     
Höfundur   Linnaeus, Sp. pl. 1: 116. 1753
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Blóđkollur
     
Ćtt   Rosaceae (Rósaćtt)
     
Samheiti   Pimpinella officinalis Gaertn. Poterium officinale Benth. & Hook.f. Poterium officinale (L.) A.Gray Sanguisorba baicalensis Popl. Sanguisorba carnea Fisch. ex Link Sanguisorba major Gilib. Sanguisorba microcephala C.Presl Sanguisorba polygama F.Nyl.
     
Lífsform   Fjölćr jurt
     
Kjörlendi   Vex í röku graslendi, grónum brekkum, í giljum og utan í börđum.
     
Blómlitur   Dumbrauđur
     
Blómgunartími   Júlí-ágúst
     
Hćđ   0.14-0.60 m
     
 
Blóđkollur
Vaxtarlag   Jurt međ ţykka jarđstöngla og harđa, stönglar stinnir, gáróttir, uppréttir og blađfáir, greindir ofan til, 15-60 sm á hćđ.
     
Lýsing   Blöđin stakfjöđruđ, hárlaus og blágrćn. Smáblađapör ţrjú til sex, smáblöđin grófsagtennt, hárlaus, ljósblágrćn á neđra borđi, dekkri ofan, snubbótt í endann, stuttstilkuđ međ hjartalaga grunni. Blómin fjórdeild, yfirsćtin, fjölmörg saman í ţéttum hnappi á stöngulendum. Krónublöđin dumbrauđ, oddbaugótt, 3-4 mm löng. Bikarblöđin ljósbrún. Frćflar fjórir og ein frćva međ bognum stíl. Blómgast í júlí-ágúst. LÍK/LÍKAR: Engar.
     
Jarđvegur  
     
Heimildir   1,2,3,9, HKr
     
Reynsla   "Víđkunn lćkningaplanta eins og viđurnafniđ officinalis bendir til (officina ţýđir verkstćđi, en var jafnframt notađ um apótek). Ćttkvíslarheitiđ Sanguisorba er dregiđ af lat. Sanguis=blóđ, og sorbere=drekka í sig. Duft af rótinni stillir blóđrás, sé ţví stráđ í sár, og seyđi af allri plöntunni varnar niđurgangi (lífsýki)". (Ág.H.)
     
     
Útbreiđsla   Sjaldgćfur, fundinn á nokkru svćđi á Suđvesturlandi frá Borgarfirđi ađ Ölfusá, einnig á Snćfellsnesi, annars ađeins sem slćđingur í ţéttbýli. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: N Evrópa, N Asía (til Kamchatka og Japan), Kyrrahafsströnd N Ameríku.
     
Blóđkollur
Blóđkollur
Blóđkollur
Blóđkollur
Blóđkollur
Blóđkollur
Blóđkollur
Blóđkollur
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is