Ólafur Jóhann Sigurđsson - Á vordegi
Grundin eignast gullinn fífil,
geislafingur hlýir strjúka
lambakóng með lítinn hnýfil,
lambagrasið rauða og mjúka.

Vappar tjaldur, vellir spói,
verpir í broki mýrispýta.
Bráðum kveikir fenjaflói
fífublysið mjallahvíta.

Bráðum mun í morgunstillu
meðan þokan kveður dranga
ljósberi hjá lágri syllu
lyfta kolli til að anga.

Blíða daga, bjartar nætur
bugðast á með tærum hyljum
eftir laut sem litlir fætur
lásu forðum berum iljum.


Saxifraga hypnoides
Ćttkvísl   Saxifraga
     
Nafn   hypnoides
     
Höfundur   Linnaeus, Sp. Pl. 405 (1753)
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Mosasteinbrjótur
     
Ćtt   Saxifragaceae (Steinbrjótsćtt)
     
Samheiti   Saxifraga decipiens subsp. hypnoides L.
     
Lífsform   Fjölćr jurt
     
Kjörlendi   Vex í grýttu landi s.s. skriđum, giljum, áreyrum og urđum, einkum ţar sem rakt er.
     
Blómlitur   Hvítur - dekkrí ćđar
     
Blómgunartími   Júní-júlí
     
Hćđ   0.10-0.15 m
     
 
Mosasteinbrjótur
Vaxtarlag   Langir, skriđulir, blađsprotar og upp úr ţeim vaxa síđan gisblöđóttir blómstönglar, 10-15 sm á hćđ. Stönglar grannir og kirtilhćrđir.
     
Lýsing   Blöđ viđ grunn um 1 sm á lengd, niđurmjó en frambreiđ međ ţremur til fimm, sjaldnar 7 broddyddum tönnum. Stöngul- og blađsprotablöđ stakstćđ, oftast heilrend og nćr striklaga. Blómin hvít međ dekkri ćđum, standa eitt eđa fleiri á hverjum stöngli, 1,5-2 sm í ţvermál. Krónublöđin, öfugegglaga, um ţrisvar sinnum lengri en bikarblöđin. Frćflarnir 10. Frćvan klofin í toppinn međ tveim stílum. Aldin hýđi. Blómgast í júní-júlí. LÍK/LÍKAR: Ţúfusteinbrjótur. Mosasteinbrjótur auđţekktur á löngum, gis¬blöđóttum blađsprotum auk ţess sem hann er allur stćrri og međ stćrri blóm.
     
Jarđvegur  
     
Heimildir   1,2,3,9, HKr
     
Reynsla  
     
     
Útbreiđsla   Algengur eđa víđa um land allt, ekki síst til fjalla. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Skandinavía, Frakkland, Ţýskaland, Írland, Spánn, Stóra Bretland.
     
Mosasteinbrjótur
Mosasteinbrjótur
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is