Jón Thoroddsen - Barmahlíđ

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Selaginella selaginoides
Ćttkvísl   Selaginella
     
Nafn   selaginoides
     
Höfundur   (L.) P. Beauv. ex Schrank & Mart., Hort. Monac.: 3. 1829.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Mosajafni
     
Ćtt   Selaginellaceae (Mosajafnaćtt)
     
Samheiti   Lycopodium selaginoides L. Selaginella albarracinensis Pau Selaginella spinosa PB. Selaginella spinulosa A. Braun in Döll, Rhein. Fl.: 38. 1843.
     
Lífsform   Fjölćr gróplanta
     
Kjörlendi   Vex margs konar ţurrlendi, til dćmis í graslendi og mólendi. Mjög algengur um land allt.
     
Blómlitur  
     
Blómgunartími  
     
Hćđ   0.03-0.08
     
 
Mosajafni
Vaxtarlag   Smávaxin gulgrćn, mosalík jurt međ marggreinda, fíngerđa, ţéttblöđótta, dökkgrćna stöngla og gróblöđunum í stuttu axi á stöngulendum, 3-8 sm á hćđ.
     
Lýsing   Blöđin 2-3 mm á lengd, 1 mm á breidd, oddmjóum, ţorntenntum blöđum og mislöngum greinum mjókka jafnt út í hvassan odd, međ hárkenndar tennur á jöđnam. Gróbćru stönglarnir lengstir međ stökum, kylfulaga öxum í endann, uppréttir, međ ađlćgum blöđum neđst en útréttum gróblöđum efst sem hafa gróhirslur í blađöxlunum. Neđri gróhirslurnar eru međ fjórum stórgróum, hvert um 0,5 mm í ţvermál. Í efri gróhislum eru fjölmörg gul smágró. LÍK/LÍKAR: Engar. Minnir í fljótu bragđi á mosa en er auđţekktur á gróhirslunum.
     
Jarđvegur  
     
Heimildir   1,2,3,9, HKr
     
Reynsla  
     
     
Útbreiđsla   Algengur um land allt. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Kanada, Fćreyjar, Grćnland, Evrópa, Mexíkó, Rússland, Úkraína, N Ameríka.
     
Mosajafni
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is