Ólafur Jóhann Sigurđsson - Á vordegi
Grundin eignast gullinn fífil,
geislafingur hlýir strjúka
lambakóng með lítinn hnýfil,
lambagrasið rauða og mjúka.

Vappar tjaldur, vellir spói,
verpir í broki mýrispýta.
Bráðum kveikir fenjaflói
fífublysið mjallahvíta.

Bráðum mun í morgunstillu
meðan þokan kveður dranga
ljósberi hjá lágri syllu
lyfta kolli til að anga.

Blíða daga, bjartar nætur
bugðast á með tærum hyljum
eftir laut sem litlir fætur
lásu forðum berum iljum.


Viola canina ssp. canina
Ćttkvísl   Viola
     
Nafn   canina
     
Höfundur   Linnaeus, Sp. Pl. 935 (1753)
     
Ssp./var   ssp. canina
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Týsfjóla
     
Ćtt   Violaceae (Fjólućtt)
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjöćr jurt
     
Kjörlendi   Vex í margs konar ţurrlendi t.d. í mólendi, grasbölum, og snöggum gilbrekkum. Algeng um land allt.
     
Blómlitur   Blár
     
Blómgunartími   Maí-júní
     
Hćđ   0.05-0.15 m
     
 
Týsfjóla
Vaxtarlag   Fjölćr jurt 5-15 (-25) sm. Jarđstönglar liđalangir, marggreindir og blađleifalausir. Stönglarnir sem vaxa í beinu framhaldi af honum en eru oft lágir og lítt ţroskađir.
     
Lýsing   Blöđin eru stilklöng, oftast mjóhjartalaga eđa egglaga, fíntennt, hárlaus, fremur ţykk og oftast međ snubbóttum oddi. Blómin blá, einsamhverf, legglöng, slútandi. Krónan fimmdeild. Krónublöđin blá, verđa hvít og sum međ löngum hárum innst, neđsta krónublađiđ gengur aftur í hvítan, snubbóttan spora. Bikarblöđin odddregin en ganga niđur í breiđan, snubbóttan sepa neđst. Frćflar fimm. Ţríblađa frćva sem verđur ađ stóru hýđisaldini er klofnar í ţrennt viđ ţroskun. Blómgast í maí-júní. 2n=40. Oft skipt í tvćr deilitegundir. a) Urđarfjóla (Viola canina ssp. montana) sem er međ hćrri og uppréttari stöngla, og hlutfallslega stćrri axlablöđ miđađ viđ blađstilka. Hún finnst allvíđa um land. b) Viola canina ssp. canina (sbr. lýs. á ađalteg.) sem er mun algengari. LÍK/LÍKAR: Mýrfjóla, birkifjóla og skógfjóla. Týsfjóla auđgreind frá ţeim 2 fyrri á laufblöđunum sem eru mjórri og enda í áberandi oddi. Skógfjóla (Viola riviniana) líkist einnig týsfjólu, en er mun sjaldgćfari. Hún er auđgreind frá týsfjólu á hlutfallslega breiđari, hjartalaga blöđum og bláleitari sporum sem eru mjórri í endann. Kjörlendi hennar eru skýldar, vel grónar brekkur og kjarrlendi.
     
Jarđvegur  
     
Heimildir   1,2,3,9, HKr
     
Reynsla  
     
     
Útbreiđsla   Algeng á láglendi kringum landiđ, nema sjaldgćf á Suđausturlandi frá Mýrdalssandi ađ Hornafirđi. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa, Mexíkó, Rússland, Úkraína, N Ameríka, Grćnland o.v.
     
Týsfjóla
Týsfjóla
Týsfjóla
Týsfjóla
Týsfjóla
Týsfjóla
Týsfjóla
Týsfjóla
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is