Jón Thoroddsen - Barmahlíđ

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Zostera marina
Ćttkvísl   Zostera
     
Nafn   marina
     
Höfundur   Linnaeus, Sp. Pl. 968 (1753)
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Marhálmur
     
Ćtt   Zosteraceae (Marhálmsćtt)
     
Samheiti   Zostera angustifolia (Hornem.) Rchb. Zostera hornemanniana Tutin Zostera marina subsp. angustifolia (Hornem.) Lemke Zostera marina subsp. marina Zostera marina var. angustifolia Hornem. Zostera marina var. marina
     
Lífsform   Fjölćr sjávarjurt
     
Kjörlendi   Vex í leirefju á grunnsćvi, í lygnum vogum, víkum eđa fjörđum, á kafi í sjó eđa ađ hluta til upp úr á fjöru.
     
Blómlitur   óásjáleg blóm
     
Blómgunartími   Ágúst-okt.
     
Hćđ   0.30-1 m
     
 
Vaxtarlag   Fjölćrar sjávarjurt, sem vex í lygnum sjó nćrri ströndinn, 30-100 sm á hćđ.
     
Lýsing   Blöđin, dökkgrćn, snubbótt, löng og mjúk, stakstćđ, dökkgrćn, bandlaga, beinstrengjótt, međ bylgjuđum blađjađri. Blöđin geta orđiđ allt ađ hálfur til einn metri á lengd en eru ađeins 1,5 til 3 mm á breidd. Blađslíđrin lokuđ. Blómin í tveim ađskildum röđum í klasa sem lokađur er inni í blađslíđrum. Blómin blómhlífarlaus. Einn frćfill og ein frćva í hverju blómi. Aldiniđ ljósbrúnt aflangt, langgárótt, međ stuttri trjónu. Blómgast í ágúst-október. 2n=12. LÍK/LÍKAR: Brúsakollar hafa lík blöđ, en vaxa aldrei í sjó og blómskipanin er allt önnur.
     
Jarđvegur  
     
Heimildir   1,2,3,9, HKr
     
Reynsla  
     
     
Útbreiđsla   Víđa í fjörum á Vesturlandi frá Reykjanesi norđur á Strandir, annars stađar sjaldgćfur. Fundinn einnig viđ Melrakkasléttu, Vopnafjörđ og í Lóni. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Ástralía, Evrópa, Grćnland, Japan, Mexkó, N Ameríka o.v.
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is