Vorið góða, grænt og hlýtt (Heinrich Heine, þýðing)
Vorið góða, grænt og hlýtt,
græðir fjör um dalinn,
allt er nú sem orðið nýtt,
ærnar, kýr og smalinn.

Kveður í runni, kvakar í mó
kvikur þrastasöngur;
eins mig fýsir alltaf þó:
aftur að fara í göngur.
Zostera marina
Ættkvísl   Zostera
     
Nafn   marina
     
Höfundur   Linnaeus, Sp. Pl. 968 (1753)
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Marhálmur
     
Ætt   Zosteraceae (Marhálmsætt)
     
Samheiti   Zostera angustifolia (Hornem.) Rchb. Zostera hornemanniana Tutin Zostera marina subsp. angustifolia (Hornem.) Lemke Zostera marina subsp. marina Zostera marina var. angustifolia Hornem. Zostera marina var. marina
     
Lífsform   Fjölær sjávarjurt
     
Kjörlendi   Vex í leirefju á grunnsævi, í lygnum vogum, víkum eða fjörðum, á kafi í sjó eða að hluta til upp úr á fjöru.
     
Blómlitur   óásjáleg blóm
     
Blómgunartími   Ágúst-okt.
     
Hæð   0.30-1 m
     
 
Vaxtarlag   Fjölærar sjávarjurt, sem vex í lygnum sjó nærri ströndinn, 30-100 sm á hæð.
     
Lýsing   Blöðin, dökkgræn, snubbótt, löng og mjúk, stakstæð, dökkgræn, bandlaga, beinstrengjótt, með bylgjuðum blaðjaðri. Blöðin geta orðið allt að hálfur til einn metri á lengd en eru aðeins 1,5 til 3 mm á breidd. Blaðslíðrin lokuð. Blómin í tveim aðskildum röðum í klasa sem lokaður er inni í blaðslíðrum. Blómin blómhlífarlaus. Einn fræfill og ein fræva í hverju blómi. Aldinið ljósbrúnt aflangt, langgárótt, með stuttri trjónu. Blómgast í ágúst-október. 2n=12. LÍK/LÍKAR: Brúsakollar hafa lík blöð, en vaxa aldrei í sjó og blómskipanin er allt önnur.
     
Jarðvegur  
     
Heimildir   1,2,3,9, HKr
     
Reynsla  
     
     
Útbreiðsla   Víða í fjörum á Vesturlandi frá Reykjanesi norður á Strandir, annars staðar sjaldgæfur. Fundinn einnig við Melrakkasléttu, Vopnafjörð og í Lóni. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Ástralía, Evrópa, Grænland, Japan, Mexkó, N Ameríka o.v.
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is