Vorið góða, grænt og hlýtt (Heinrich Heine, þýðing) Vorið góða, grænt og hlýtt,
græðir fjör um dalinn,
allt er nú sem orðið nýtt,
ærnar, kýr og smalinn.
Kveður í runni, kvakar í mó
kvikur þrastasöngur;
eins mig fýsir alltaf þó:
aftur að fara í göngur.
|
Ættkvísl |
|
Zostera |
|
|
|
Nafn |
|
marina |
|
|
|
Höfundur |
|
Linnaeus, Sp. Pl. 968 (1753) |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Marhálmur |
|
|
|
Ætt |
|
Zosteraceae (Marhálmsætt) |
|
|
|
Samheiti |
|
Zostera angustifolia (Hornem.) Rchb.
Zostera hornemanniana Tutin
Zostera marina subsp. angustifolia (Hornem.) Lemke
Zostera marina subsp. marina
Zostera marina var. angustifolia Hornem.
Zostera marina var. marina |
|
|
|
Lífsform |
|
Fjölær sjávarjurt |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Vex í leirefju á grunnsævi, í lygnum vogum, víkum eða fjörðum, á kafi í sjó eða að hluta til upp úr á fjöru. |
|
|
|
Blómlitur |
|
óásjáleg blóm |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Ágúst-okt. |
|
|
|
Hæð |
|
0.30-1 m |
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Fjölærar sjávarjurt, sem vex í lygnum sjó nærri ströndinn, 30-100 sm á hæð. |
|
|
|
Lýsing |
|
Blöðin, dökkgræn, snubbótt, löng og mjúk, stakstæð, dökkgræn, bandlaga, beinstrengjótt, með bylgjuðum blaðjaðri. Blöðin geta orðið allt að hálfur til einn metri á lengd en eru aðeins 1,5 til 3 mm á breidd. Blaðslíðrin lokuð.
Blómin í tveim aðskildum röðum í klasa sem lokaður er inni í blaðslíðrum. Blómin blómhlífarlaus. Einn fræfill og ein fræva í hverju blómi. Aldinið ljósbrúnt aflangt, langgárótt, með stuttri trjónu. Blómgast í ágúst-október. 2n=12.
LÍK/LÍKAR: Brúsakollar hafa lík blöð, en vaxa aldrei í sjó og blómskipanin er allt önnur. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
|
|
|
|
Heimildir |
|
1,2,3,9, HKr |
|
|
|
Reynsla |
|
|
|
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
Víða í fjörum á Vesturlandi frá Reykjanesi norður á Strandir, annars staðar sjaldgæfur. Fundinn einnig við Melrakkasléttu, Vopnafjörð og í Lóni.
Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Ástralía, Evrópa, Grænland, Japan, Mexkó, N Ameríka o.v. |
|
|
|
|
|