Hulda - Úr ljóðinu Sorg Þar sem blóm í laufalautum
ljúfu máli saman tala,
sem að ást og angur skilja, ?
blágresi og burknar grannir,
brönugrös og músareyra,
ljósberi og lækjarstjarna,
litlar fjólur, æruprísar,
gullmura og gleym-mér-eigi, ?
vildi ég mega minnast þín.
|
Elymus kronokensis ssp. borealis
Ættkvísl |
|
Elymus |
|
|
|
Nafn |
|
kronokensis |
|
|
|
Höfundur |
|
(Komarov) Tzvelev, Rast. Tsentr. Azii. 4: 216. 1968. |
|
|
|
Ssp./var |
|
ssp. borealis |
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Bláhveiti |
|
|
|
Ætt |
|
Poaceae (Grasaætt) |
|
|
|
Samheiti |
|
Elymus neoborealis A.P. Khokhr.; Elymus scandicus (Nevski) A.P. Khokhr.; Roegneria borealis (Turcz.) Nevski; Roegneria scandica Nevski; Agropyron latiglume subsp. eurasiaticum Hultén; Agropyron latiglume subsp. subalpinum (Neuman) Vestergr.; Elymus alascanus subsp. borealis (Turcz.) Melderis; Elymus alascanus subsp. borealis (Turcz.) Elymus alascanus subsp. scandicus (Nevski) Melderis; Elymus alascanus subsp. subalpinus (L.Neumann); Elymus alascanus subsp. subalpinus (L.Neumann) Melderis; Elymus kronokensis subsp. borealis (Turcz.) Tzvelev; Elymus kronokensis var. borealis (Turcz.) Tzvelev; Elymus kronokensis var. scandicus (Nevski) Tzvelev; Triticum violaceum forma subalpinum Neuman; |
|
|
|
Lífsform |
|
Fjölær grastegund |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Vex í móum, þurrum melbrekkum og gilbörmum. Nokkuð víða á norðurlandi vestan Vaðlaheiðar og einnig á norðvesturlandi, sjaldséð annars staðar. |
|
|
|
Blómlitur |
|
|
|
|
|
Blómgunartími |
|
Júní-júlí |
|
|
|
Hæð |
|
0.20 - 0.40 m |
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Lausþýfð grastegund, stráin fremur grönn og mjúk, hárlaus, 20-40 sm á hæð. |
|
|
|
Lýsing |
|
Blöðin 3-5 mm á breidd, breið og fremur snörp, slíðurhimnu vantar.
Axið tvíhliða, rauðfjólubláleitt og bládöggvað, 4-8 sm á lengd. Smáöxin með þrem til fjórum blómum. Axagnirnar grænar eða fjólubláleitar í miðju með um 0,6-1 mm breiðum himnufaldi, með um 1 mm langri týtu, skarpyddar, oft skakkar. Fjórar taugar öðrum megin, en tvær til þrjár hinum megin við miðtaugina. Blómagnir hærðar, sú neðri með stuttri týtu. Blómgast í júní-júlí. 2n = 28.
LÍK/LÍKAR: Kjarrhveiti & húsapuntur.
Kjarrhveitið þekkist á axögnunum og á mun lengri týtum.
Húsapuntur auðþekktur á löngum jarðrenglum. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
|
|
|
|
Heimildir |
|
2,9, HKr, http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=2&taxon_id=250071038 |
|
|
|
Reynsla |
|
|
|
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
Víða í innsveitum Austur-Húnavatnssýslu, Skagafjarðar og Eyjafjarðar. Annars mjög sjaldgæft, ófundið á Vestur-, Suður- og Austurlandi
Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Kína, Rússland, N Ameríka, Evrópa (N Svíþjóð, N Noregur) |
|
|
|
|
|