Snorri Hjartarson - Lyng

Gott er að leggjast í lyngið,
sjá lauf glóa, finna kvik
fjaðurmjúk atlot þess, fagna
í fegurð jarðar meðan rauð
og lág sólin lækkar
og lyngbreiðan er ilmgrænt haf
sem ber þig að hljóðri húmströnd
og hylur þig gleymsku.

Polygonum weyrichii
Ættkvísl   Polygonum
     
Nafn   weyrichii
     
Höfundur   Schmidt ex Maxim.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Skúfsúra*
     
Ætt   Súruætt (Polygonaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól, hálfskuggi.
     
Blómlitur   Föl grænhvítur.
     
Blómgunartími   Júlí-ágúst.
     
Hæð   120-150 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Kraftmikil fjölær jurt, allt að 150 sm, stönglar lítið greinóttir, snarphærðir neðantil, hærðir ofantil, grænir. Lauf 8-17 sm, egglaga, langydd, daufgræn ofan, hvít lóhærð neðan. jaðrar efstu laufanna niðurorpnir, laufleggirnir verða smám saman styttri eftir því sem ofar dregur á stönglinum.
     
Lýsing   Blómskipunin þétt, dúnhærð, endastæður skúfur, sem minnir á P. molle, en blómin eru föl grænhvít. Blómhlífin 2-2,5 mm. Aldin 6-8 mm, nær fram úr blómhlífinni.
     
Heimkynni   Sakalíneyja.
     
Jarðvegur   Djúpur, frjór, rakur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   5
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Skipting, sáning.
     
Notkun/nytjar   Sem undirgróður, sem þekja, í beð.
     
Reynsla   Harðgerð, lítt reynd hérlendis. Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 1991 og gróðursett í beð 1992.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is