Jón Thoroddsen - Barmahlíđ

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Primula reticulata
Ćttkvísl   Primula
     
Nafn   reticulata
     
Höfundur   Wall.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Netlykill*
     
Ćtt   Maríulykilsćtt (Primulaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölćr jurt.
     
Kjörlendi   Sól, hálfskuggi.
     
Blómlitur   Rjómagulur, hvítur.
     
Blómgunartími   Júlí-ágúst.
     
Hćđ   20-45 sm
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Vaxtarlag   Mjög misstórar plöntur. Jarđstöngll stuttur.
     
Lýsing   Laufleggir 4-40 sm langir blađkan ţar af 2-10 sm. Laufblađkan lang-egglaga međ sagtenntan eđa stundum bugđóttan jađar, bogadregin í oddinn og greinilega hjartalaga viđ grunninn. Laufin slétt á efra borđi eđa dálítiđ hrukkótt, hárlaus á neđra borđi eđa međ lítt áberandi og stutt hár. Laufleggir 3-4 sinnum lengri en blađkan. Blómstöngull 18-45 sm hár, grannur í fyrstu, seinna sverari og sterkbyggđari. Einn sveipur međ bjöllulaga gul- eđa hvítleit blóm á grönnum, 1-5 sm löngum blómleggjum. Innstu blómin á meira eđa minna uppréttari leggjum, en ţau ytri međ meira drúpandi blóm. Bćđi blómkrónan og bikarinn dálítiđ mjölvuđ. Krónan 1-2 sm í ţvermál, ilmgóđ.
     
Heimkynni   SA Tíbet, M Nepal, Sikkim, V Bútan.
     
Jarđvegur   Djúpur, frjór, međalrakur.
     
Sjúkdómar   Engir.
     
Harka   6
     
Heimildir   = 1,12
     
Fjölgun   Skipting ađ vori eđa hausti, sáning ađ hausti.
     
Notkun/nytjar   Sem undirgróđur, í beđ, í blómaengi.
     
Reynsla   Í uppeldi í garđinum. Rćktun upp af frći er ekki erfiđ en meira mál getur veriđ ađ halda lífi í plöntunum til frambúđar.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiđsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is