Snorri Hjartarson - Lyng Gott er að leggjast í lyngið,
sjá lauf glóa, finna kvik
fjaðurmjúk atlot þess, fagna
í fegurð jarðar meðan rauð
og lág sólin lækkar
og lyngbreiðan er ilmgrænt haf
sem ber þig að hljóðri húmströnd
og hylur þig gleymsku.
|
Ættkvísl |
|
Rhododendron |
|
|
|
Nafn |
|
catawbiense |
|
|
|
Höfundur |
|
Michx. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Dröfnulyngrós |
|
|
|
Ætt |
|
Lyngætt (Ericaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
|
|
|
|
Lífsform |
|
Sígrænn runni. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól - léttur skuggi. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Purpuralitur. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Snemmsumars. |
|
|
|
Hæð |
|
1-1,5 m |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Sígrænn, meiri á breiddina, myndar þykkni, þolir illa næðing.
Runni sem getur orðið allt að 3 m hár. Ungir sprotar lóhærðir í fyrstu. |
|
|
|
Lýsing |
|
Lauf 6,5-11,5 sm, breiðoddbaugótt til öfugegglaga, 1,9-2,3 sinnum lengri en þau eru breið, fullvaxin hárlaus nema neðst á neðra borði. Bikar allt að 1 mm, hárlaus. Króna allt að 3-4,5 sm, trekt-bjöllulaga, oftast lilla-purpuralit með dauflitar doppur. Eggleg dúnhært með hárakrans, stíll hárlaus. Fræhýði allt að 2 sm löng. & |
|
|
|
Heimkynni |
|
A N Ameríka. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Meðalrakur, súr (pH 4-5), sendinn, lífefnaríkur. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
4 |
|
|
|
Heimildir |
|
= 1, 7 |
|
|
|
Fjölgun |
|
Sáning, síðsumargræðlingar með hæl að hausti (hormónameðferð). |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Notuð í þyrpingar, eða stakstæð, blönduð beð.
Viðkvæm og þarf vetrarskýlingu, þarf nokkurn loftraka til að þrífast. Þrífst best í jarðvegsblöndu sem samanstendur af mýramold, vel unninni laufmold og sandi. |
|
|
|
Reynsla |
|
Í Lystigarðinum eru nokkrar plöntur sem sáð var til 1991, og gróðursettar voru í beð 2001. Vetrarskýling frá 2001 til vors 2007. Flestar lifa enn, kala lítið og blómstra af og til.
|
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
‘Album’ Blómin eru stór og hvít, en blómknapparnir eru lilla litir áður en þeir springa út.
Rhododendron catawbiense ‘Catawbiense Grandiflorum’ Waterer (1850) Bretland.
Þetta er kvæmi/úrval af villitegundinni R. catawbiense, sem er í ræktun.
Mjög harðgerður og kröftugur runni, sem er um 2,5 m hár, talinn geta orðið allt að 6 m. Blómklasarnir eru kúlulaga með lilla-purpuralit blóm, hvert og eitt með gulan blett.
http://www.briggsplantpropagators.com,
http://www.hirsutum.info
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|